Fjöldi fanga í Bandaríkjunum

fjoldifangaioecd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Mynd: Convicted adults admitted to prisons - Number per 100 000 population, 2000
Heimild: http://miranda.sourceoecd.org/vl=8484155/cl=23/nw=1/rpsv/factbook/10-04-01-g01.htm

Á heimasíðu OECD er hægt að nálgast ýmsar áhugaverðar tölfræðiupplýsingar um aðildarríki samtakanna.  Undirritaður hefur grúskað aðeins í þessum upplýsingum vegna verkefnavinnu í námi.  Ég tók eitt ár af tveimur í masternsáminu mínu við HÍ í Bandaríkjunum og skrifaði þá stutta ritgerð þar sem ég bar saman Bandaríkin og Norðurlöndin hvað varðar þætti eins og kostnað heilbrigðiskerfisins, barnadauða, hagvöxt, landsframleiðslu o.sfrv.  Skemmtilegt verkefni viðureignar sem prófessorinn minn var mjög ánægður með.

Eitt af því sem vakti sérstaklega athygli mína þegar ég var að grúska í þessum tölum var samanburðurinn á fjölda fanga per 100.000 íbúa í aðildarríkjunum OECD.  Eins og sést á myndinni hér að ofan er þessi tala lægst á Íslandi (um 22 af hverjum 100.000) en hæst í Bandaríkjunum (um 468 af hverjum 100.000).  Súlan fyrir Bandaríkin brýtur skalann þannig að hún næst ekki einu sinni inn á myndina.  Í Bandaríkjunum er hlutfall fanga um fimmfalt hærra en að meðaltali í OECD ríkjunum og meira en tuttugufalt hærra en á Íslandi .  Hvernig stendur á þessu? 

Ég hef nokkrar kenningar um ástæðuna en er þó alls ekki viss í minni sök. Munurinn á Bandaríkjunum og öðrum ríkjum er svo gríðarlega mikill að áhugavert væri að fá fram kenningar eða skýringar (í athugasemdum við þetta blog) frá fólki sem þekkir t.d. til afbrotafræða eða hefur heyrt eða lesið um af hverju þetta stafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skemmtileg Grein hjá þér. Ég hef oft hugsað um þetta þegar þegar fjallað er refsilagaramma á alþingi.  Tilhneigingin er að herða refsingar til að nota sem fælingar mátt við afbrot sem ég held að sé mikill miskilningur og þegar búið er stinga ungum mönnum inn fyrir lítil afbrot verður vítahringur sem erfitt er að snúa við. Ég held að bandaríkjamenn séu algjörum ógöngum með sína refsihörku og lítilsvirðingu gagnvart því fólki sem misstígur sig í lífinu. Ég hugsa að þeir þurfi að finna fleiri meðferðarúræði áður en þeir singa fólki í steininn. þetta eru óvísindalegar hugleðingar hjá mér en ég held að við séum að stefna í sömu átt og bandaríkin í þessum efnum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sammála þér Gunnar.  Refsiharka Bandaríkjamanna er ekki til eftirbreytni.  Svo eru fangelsin þeirra hrikaleg, fólk ætti að kynna sér þau.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 2.2.2007 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband