Föstudagur, 26. janúar 2007
Eru konur að flytja sig frá Samfylkingunni til VG?
Einar Mar Þórðarson (gamall félagi minn úr stjórnmálafræðinni í HÍ) hefur stundað kosningarannsóknir af miklum móð undanfarin ár og verið áberandi sem álitsgjafi um kannanir og kosningar á öldum ljósvakans. Ég spurði hann í vikunni hvernig hann mæti síðustu könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Hægt er að lesa svar hans við þeirri spurningu í þessari færslu hér.
Það sem vakti sérstaka athygli mína í svari Einars er eftirfarandi: "...Þó Fréttablaðið greini ekki nákvæmlega fylgi flokka eftir kyni í könnun sinni þá sýnist mér að Samfylkingin fyrst og fremst vera að missa fylgi kvenna til VG. Samkvæmt Íslensku kosningarannsóknunum 2003 kusu 38% kvenna Samfylkingu en 8% VG en það kemur fram í Fréttablaðinu að nú segist um fjórðungur kvenna ætla að kjósa VG. " Sjá hér.
Í pistli sínum í dag fjallar hann svo nánar um þessa þróun og segir:
"Frjáls verslun birti nýja könnun í kvöld sem gefur nokkuð aðra mynd en umtöluð Fréttablaðskönnun. En hún virðist staðfesta slæma stöðu Samfylkingarinnar og að fylgi flokksins meðal kvenna hefur hrunið. Niðurstöður eru birtar á heimur.is en þar kemur m.a. fram".
Einar er þarna að vitna í eftirfarandi skrif á vefsíðunni Heimur.is:
"Greinilegt er að Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur hafa meira fylgi meðal karla en kvenna en þessu er öfugt varið með Framsóknarflokkinn og Vinstri græna. Hjá Samfylkingunni er fylgið eins meðal karla og kvenna. Rótin að verra gegni Samfylkingar virðist vera að flokkurinn hafi tapað fylgi meðal kvenna."
Það virðist vera sem VG sé að ná að stimpla sig inn sem femíniskur flokkur nr. 1 í íslenskum stjórnmálum og þar með að laða að sér fylgi kvenna. Þetta ásamt vel heppnuðum og trúverðugum málflutningi í umhverfismálum virðist nú vera þess valdandi að VG er að bíta fylgið af Samfylkingunni svo um munar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Áhugaverður punktur. Í forystu VG eru margar hæfar og snjallar konur: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Katrín Jakobsdóttir koma umsvifalaust upp í hugann.
Á sama tíma eru flestar þingkonur Samfylkingar á farnar eða á förum: Bryndís Hlöðversdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir; auk þeirra þingkvenna sem hafnað var í prófkjörum Samfylkingarinnar.
Það virðast örlög Ingibjargar Sólrúnar að enda sem formaður í hæfilega litlum karlkrataflokki...
Hrafn Jökulsson, 26.1.2007 kl. 08:54
Já, þetta er mjög áhugaverð þróun ef rétt reynist. Ég tek reyndar mest mark á Gallup/capacent eða hvað það nú heitir í dag og bíð eftir næstu könnun þeirra sem á að birtast skömmu eftir mánaðarmót. Ef sú könnun staðfestir þetta skrið á fylgi frá SF til VG verður ekki fram hjá því litið....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 26.1.2007 kl. 13:17
Blessaður.
Vildi nú bara kvitta fyrir heimsókn minni á síðuna. En afar athyglisverðar niðurstöður verður að segjast.
Kveðja Ólafía
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 21:39
Ég kaus Ingibjörgu Sólrúnu á landsfundi. Og vonaði að hún myndi leiða flokkinn til sigurs, en varð fyrir vonbrigðum.
Hún er allt of neikvæð. Þú vinnur ekki sigra með því að níða andstæðinginn.
Kveðja Gunnar Fv. Samfylkingarmaður
Gunnar B Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.