Eru konur að flytja sig frá Samfylkingunni til VG?

"Frjáls verslun birti nýja könnun í kvöld sem gefur nokkuð aðra mynd en umtöluð Fréttablaðskönnun. En hún virðist staðfesta slæma stöðu Samfylkingarinnar og að fylgi flokksins meðal kvenna hefur hrunið. Niðurstöður eru birtar á heimur.is en þar kemur m.a. fram".

Einar er þarna að vitna í eftirfarandi skrif á vefsíðunni Heimur.is:

"Greinilegt er að Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur hafa meira fylgi meðal karla en kvenna en þessu er öfugt varið með Framsóknarflokkinn og Vinstri græna. Hjá Samfylkingunni er fylgið eins meðal karla og kvenna. Rótin að verra gegni Samfylkingar virðist vera að flokkurinn hafi tapað fylgi meðal kvenna."

Þetta er ansi athygliverð þróun ef rétt reynist.  Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi þar sem kona er formaður og þar sem kona er væntanlegt forsætisráðherraefni.  Flokkurinn er einnig með nokkuð gott orðspor þegar kemur að jafnréttismálum.  Það virðist þó ekki duga samkvæmt þessu.

Það virðist vera sem VG sé að ná að stimpla sig inn sem femíniskur flokkur nr. 1 í íslenskum stjórnmálum og þar með að laða að sér fylgi kvenna.  Þetta ásamt vel heppnuðum og trúverðugum málflutningi í umhverfismálum virðist nú vera þess valdandi að VG er að bíta fylgið af Samfylkingunni svo um munar.

Spennandi verður að sjá hver þróunin verður fram að kosningum.  Hvort Samfylkingin nái sér á flug á ný eða hvort VG haldi áfram að styrkjast og endi sem næst stærsti flokkur landsins eftir kosningar.  Það er alla vegana ljóst að Samfylkingin þarf að taka á honum stóra sínum ef flokkurinn ætlar sér að halda styrki sínum frá síðustu kosningum.
 
Gaman væri að fá kenningar um ástæður þessa meinta flótta kvenna frá SF yfir til VG hér í athugasemdarkerfinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Áhugaverður punktur. Í forystu VG eru margar hæfar og snjallar konur: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Katrín Jakobsdóttir koma umsvifalaust upp í hugann.

Á sama tíma eru flestar þingkonur Samfylkingar á farnar eða á förum: Bryndís Hlöðversdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir; auk þeirra þingkvenna sem hafnað var í prófkjörum Samfylkingarinnar.

Það virðast örlög Ingibjargar Sólrúnar að enda sem formaður í hæfilega litlum karlkrataflokki...

Hrafn Jökulsson, 26.1.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, þetta er mjög áhugaverð þróun ef rétt reynist.  Ég tek reyndar mest mark á Gallup/capacent eða hvað það nú heitir í dag og bíð eftir næstu könnun þeirra sem á að birtast skömmu eftir mánaðarmót.  Ef sú könnun staðfestir þetta skrið á fylgi frá SF til VG verður ekki fram hjá því litið....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 26.1.2007 kl. 13:17

3 identicon

Blessaður.

Vildi nú bara kvitta fyrir heimsókn minni á síðuna. En afar athyglisverðar niðurstöður verður að segjast.

Kveðja Ólafía

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 21:39

4 identicon

Ég kaus Ingibjörgu Sólrúnu á landsfundi. Og vonaði að hún myndi leiða flokkinn til sigurs, en varð fyrir vonbrigðum.

Hún er allt of neikvæð. Þú vinnur ekki sigra með því að níða andstæðinginn.

Kveðja Gunnar Fv. Samfylkingarmaður 

Gunnar B Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband