60% fjölgun farþega í strætó á Akureyri

straeto3Nú um áramótin voru fargjöld felld niður hjá Strætisvögnum Akureyrar.  Samkvæmt frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar hefur farþegum fjölgað um 60% sé þriðja vika þessa árs borin saman við þriðju viku síðasta árs. Hér er fréttin í heild sinni:

"Farþegum með Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60% frá því fargjöld voru felld niður um síðustu áramót og nær fjölgunin til allra aldurshópa. Þetta kemur fram þegar fjöldi farþega í þriðju viku þessa árs er borinn saman við sama tíma í fyrra.

Að meðaltali voru farþegar á dag 640 í þriðju viku ársins 2006 en eru nú að meðaltali 1.020. Því er ljóst að Akureyringar taka niðurfellingu fargjalda fegins hendi.

Nú þegar er hafin vinna við endurskoðun á leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar með það að meginmarkmiði að hefja akstur um hið nýja Naustahverfi syðst í bænum. Ekki er gert ráð fyrir að núverandi akstursleiðum verði breytt nema að litlu leyti en staðsetning stoppistöðva verður skoðuð og tímatöflur uppfærðar.
Þar að auki er stefnt að því að leið 4 aki að Háskólanum á Akureyri."  Sjá hér.

Ég skrifaði pistil hér á blogginu fyrir nokkru síðan um svipaða sögu í bænum Hasselt í Belgíu þar sem farþegafjöldi í almenningssamgöngum þeirrar borgar áttfaldaðist eftir að fargjöld voru felld niður. Reynsla Akureyrar og Hasselt stangast á við eftirfarandi ummæli Gísla Marteins formanns samgöngunefndar Reykjavíkurborgar þann 18. janúar síðastliðinn :

"Gísli Marteinn segir rannsóknir sýna að upphæð fargjalda dragi ekki úr fjölda farþega, frekar þjónustan. "  Sjá hér.

Gaman væri að fá að sjá þær rannsóknir sem Gísli Marteinn var að vitna í.  Eða eru þær til?

Rannsóknir sem ég hef undir höndum, og reynsla Akureyrar og Hasselt, sýna þvert á móti að með því að fella niður fargjöld í almenningssamgöngur er hægt að auka fjölda farþega gífurlega.   Nýting strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er afar slæm og mikilvægt er að auka notkun þeirra til að létta á umferð á háannatímum.   Það gilda ekki önnur lögmál í Reykjavík en í Hasselt og á Akureyri.  Með því að fella fargjöld niður er hægt að auka fjölda þeirra sem kjósa almenningssamgöngur umfram einkabíla og þannig spara sér milljarðaframkvæmdir í umferðarslaufur hér og þar um borgina.  Spurningin er hvort við viljum þróast í átt til borga eins og Houston í Texas eða hvort við höfum t.d. meiri áhuga á að feta í fótspor borga eins og Hasselt.

Houston Texas:

RITA_TXHOU115

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

050923_ex_trafficJam_tn

 

 

 

 

 

 

DOWNTOWN-HOUSTON

 

 

 

 

 

 

 

 


46spur5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Þetta tók reyndar gildi 1. janúar sl. Þetta var eitt grunnmála meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var í júní 2006 en báðir flokkar voru með þetta í kosningastefnuskrá. Reyndin af þessu hefur verið góð - mikil fjölgun farþega. Sjálfur hef ég notað strætó aðeins eftir að þessi breyting var gerð og finnst þetta gott mál. Góð byrjun allavega.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.1.2007 kl. 04:13

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ok.  Takk fyrir þessa ábendingu Stefán.  Meinleg villa hjá mér og ég ætla að leiðrétta þetta í pistlinum hjá mér.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 28.1.2007 kl. 04:33

3 identicon

Já ég held að það sé góð hugmynd að fella niður gjöld í strætó og vetnisvæða þá alla líka. Myndi vekja heimsathygli eins og þú talaðir um fyrir nokkru.

Halli (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 33214

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband