Mánudagur, 29. janúar 2007
Getraun: Hver mælti eftirfarandi árið 1988?
Hver mælti eftirfarandi á Alþingi árið 1988 og greiddi svo atkvæði gegn því að leyfa bjór á Íslandi? Ef þið vitið svarið þá endilega komið með það í athugasemdakerfinu við þessa færslu.
Við erum ekkert óskaplega löghlýðin þjóð, Íslendingar, og er alveg staðreynd að það þarf að hafa lagaframkvæmd hér í býsna styrkum höndum ef vel á að fara. Þannig er það að sú tenging sem að nafninu til er á milli vínveitingaleyfa og matsölu er ekki í reynd nema algerlega til málamynda. Staðir sem að nafninu til heita matsölustaðir eru fyrst og fremst barir eða krár, jafnvel út á það eitt að geta hitað eldgamlar, þurrar og skorpnar samlokur í örbylgjuofni ofan í fólk ef einhver er svo vitlaus að láta sér detta í hug að biðja um það og fær þá gjarnan með eftirgangsmunum. Þetta er staðreynd. Þarna held ég að menn hafi fallið á prófinu. Við hefðum átt eins og Svíar t.d. að vera mjög ströng í þeim efnum að þessum skilyrðum væri fullnægt, þetta væru alvörumatsölustaðir og þar væri ekki um opinn bar að ræða sem hver og einn gæti gengið inn í af götunni og keypt sér vín. Ég þekki það af eigin raun t.d. þegar ég var einu sinni liðsstjóri fyrir landsliði á erlendri grund einmitt í því téða Svíaríki og menn vildu eftir ákveðið mót fara að hressa sig aðeins. Þá vorum við staddir í þannig hverfum að þarna voru eingöngu matsölustaðir. Þar var ekkert um það að ræða. Menn gátu fengið áfengi ef menn keyptu mat, ella ekki. Við það var staðið. Því var framfylgt. Þannig var haldið á hlutunum þar
..
Og:
..Ég hefði talið skynsamlegt að reyna að velja einhvern tiltekinn þröngan styrkleikaflokk og hafa ölið á honum. Það hefði haft áhrif að mínu mati ef við hefðum t.d. ákveðið að áfengt öl skyldi vera af styrkleikanum 3,25--3,75, hvorki meira né minna, búið. Frekar létt öl, en samt klárlega áfengi og eingöngu meðhöndlað sem slíkt og selt sem slíkt. (PP: Hvað með þá léttara öl?) Já, hv. formaður fjvn. Ég hefði talið það skynsamlegt vegna þess að ég t.d. tel að það eigi þá að lyfta, ef menn leyfa áfengt öl á annað borð, styrkleikanum svo að menn geti ekki þrætt fyrir að um brennivín sé að ræða og hefði ég talið að t.d. neðri mörkin mættu vera eins og 3,25 og efri mörkin 3,5 eða 3,75
.
Og einnig þetta:
..Ég nefni í sjötta lagi það fyrirkomulag sem Færeyingar hafa og menn hafa nú gjarnan hlegið að, en ættu að hætta því eins og reyndar flestu öðru sem frændur okkar Færeyingar gera. Þeir láta menn ekki hafa heimildir til að kaupa brennivín nema þeir hafi borgað skattana sína. Þetta er alveg snilldargóð hugmynd, afar góð og holl þjóðfélagsleg hugmynd. Fyrst leggur þú þitt af mörkum til samfélagsins og síðan máttu fara og kaupa eitthvað af brennivíni fyrir afganginn ef einhver er. En þetta kemur ekki í öfugri röð eins og það gerir því miður mjög oft, sérstaklega þegar þessi mál eru komin úr böndunum
.. mjög margt betur en við Íslendingar.
Og að lokum þetta:
..en líka til þess að sýna fram á fátækt þessarar umræðu að mörgu leyti, sérstaklega af hálfu þeirra, herra forseti, sem vilja endilega troða þessu öli inn í landið .
Heimild: smellið hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:13 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 33336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Liðstjóri hjá landsliðinu? Albert Guðmundsson? (varla Ellert G. Schram? Stúkulegur samt)
Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2007 kl. 04:32
Þetta hlítur að hafa verið Steingrímur J. Sigfússon
Bragi (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 08:23
Rétt er það Bragi. Steingrímur J. Sigfússon mælti þessi frómu orð á Alþingi 1988 áður en hann svo greiddi atkvæði gegn því að leyfa bjór á Íslandi.
Sigfús Þ. Sigmundsson, 29.1.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.