Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Skoðanakannanir og kosningar
Undanfarna daga hafa farið fram líflegar umræður um skoðanakannanir. Af því tilefni er gaman að rifja upp hvernig staðan var á sama tíma fyrir kosningarnar árið 2003. Fréttablaðið gerði könnun 21. janúar 2003 og mældist þá fylgi flokkanna eftirfarandi:
Sjálfstæðisflokkur 38,2%
Samfylking 39,3%
Framsóknarflokkur 12,1%
Vinstri grænir 7,5%
Frjálslyndi flokkur 2,2%
40% voru óákveðnir
Heimild
Úrslit kosninga þetta vor urðu svo eftirfarandi:
Sjálfstæðisflokkur 33,7%
Samfylking 31,0%
Framsóknarflokkur 17,7%
Vinstri grænir 8,8%
Frjálslyndi flokkur 7,4%
Nýtt afl 1,0%
Heimild: Hagstofa Íslands
Eins og sést á þessu er töluverður munur á mælingu Fréttablaðsins á stöðunni 21. janúar og úrslitum kosninganna í maí 2003. Stafar það m.a. af háu hlutfalli óákveðna, þeir voru 40% svarenda í janúarkönnuninni, og svo það að nokkuð langt var í kosningar. Munurinn á könnuninni og úrslitum kosninga var -4,5% í tilfelli Sjálfstæðisflokksins, -8,3% í tilfelli Samfylkingarinnar, +5,6% í tilfelli Framsóknar, +1,3% í tilfelli VG og + 5,2% í tilfelli Frjálslyndra.
Þetta segir okkur að kannanir þetta snemma í aðdraganda kosninga geta verið ansi skeikular þó þær vissulega gefi ákveðin fyrirheit fyrir það sem koma skal. Þetta segir okkur einnig það að Samfylkingarfólk hefur vissulega góða ástæðu til að hafa áhyggjur af núverandi stöðu því ef þróunin verður eins og síðast þá mun hún frekar tapa fylgi fram að kosningum fremur en að bæta við sig. Síðast voru það helst Framsókn og Frjálslyndir sem bættu við sig fylgi frá janúar til kosninga en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur töpuðu hins vegar fylgi á sama tímabili. Það er þó ekki sjálfgefið að sama þróun verði nú, þ.e. að sömu flokkar tapi fylgi fram að kosningum og þeir sömu bæti við sig.
En lítum á niðurstöðu nýjustu könnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna (21. janúar 2007):
Sjálfstæðisflokkur 40,2%
Samfylking 21,2%
Framsóknarflokkur 7,4%
Vinstri grænir 19,4%
Frjálslyndi flokkur 10,0%
59,1% tóku afstöðu
Það verður ekki horft framhjá því að VG er í stórsókn um þessar mundir og sú sókn er helst á kostnað Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er á ágætis róli og Frjálslyndir standa vel. Framsóknarflokkur er í miklum erfiðleikum en sá flokkur hefur marg sannað að hann er lífseigur þegar kemur að kosningum og á örugglega eftir að bæta töluvert við sig í kosningunum í vor. Fær alveg örugglega ekki 7,4% eins og þessi könnun gefur til kynna.
Erfitt er að spá um framhaldið fram að kosningum. Enn eru rúmlega 40% kjósenda óákveðnir og eins og samaburðurinn frá 2003 gefur til kynna getur margt gerst á fjórum mánuðum. Eina sem undirritaður telur nokkuð fast í hendi er það að Framsókn fær engin 7,4% í kosningunum. Flokkurinn hefur margsannað styrk sinn þegar kemur að kosningum og mun aldrei fara undir 10% og líklega fer hann langt yfir það. Ýmis ný framboð eru í pípunum og geta þau breytt pólitíska landslaginu mikið.
Niðurstaðan er sú að framundan eru gífurlega spennandi kosningar sem erfitt er að spá fyrir um hvernig fara. Megin línurnar eru þó þær að VG er í stórsókn á kostnað Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn er á góðu róli, Framsókn er í tímabundinni tilvistarkreppu en mun sækja í sig veðrið þegar nær dregur að kosningum. Frjálslyndir eru óviss stærð og framtíð þess flokks ræðst ekki fyrr en í ljós kemur hvað Margrét Sverris ætlar að gera.
Eitt er víst: Framundan eru æsispennandi tímar fyrir áhugafólk um stjórnmál!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.