Marktękni skošanakannana

GallupSkošanakannanir eru framkvęmdar meš mjög misjöfnum hętti.  Aš undanförnu hafa komiš fram nišurstöšur śr nokkrum slķkum og rokkar fylgi flokkanna upp og nišur eftir žvķ hvaša könnun er skošuš hverju sinni.  Žaš mį žó greina įkvešna lķnu ķ žeim öllum, ž.e. Samfylking aš tapa fylgi til VG, Sjįlfstęšisflokkur sterkur, Framsókn ķ vandręšum o.sfrv.

Ég tek mest mark į könnunum Gallup (nś Capacent) og tek t.d. įkaflega lķtiš mark į könnunum Plśssins og annara slķkra mišla sem viršast ekki nį tökum į žessum vķsindum.  Įstęšan er einföld, Gallup/Capacent var nęst žvķ aš geta rétt til um nišurstöšur sķšustu Alžingiskosninga og fyrirtękiš hefur yfirleitt komiš hvaš best śt žegar marktękni er annars vegar.  Ég veit einnig aš kannanir Gallups/Capacent eru framkvęmdar undir styrkri leišsögn Žorlįks Karlssonar sem er einn af okkar fęrustu fręšimönnum į žessu sviši (kenndi mér ķ HĶ į sķnum tķma). Žvķ bķš ég alltaf eftir nęstu könnun frį Gallup/Capacent til žess aš sjį marktęka męlingu į stöšunni hverju sinni. 

Vissulega hafa ašrir ašilar nįš aš geta nęrri lagi oft į tķšum en Gallup/Capacent hefur reynst stöšugasta męlistikan ķ žessum efnum ķ gegnum tķšina.

Lęt hér fylgja grein śr Mogganum frį 12. maķ 2003 žar sem fariš er yfir žessi mįl:

Mįnudaginn 12. maķ, 2003 - Innlendar fréttir

Heildarfrįvik ķ skošanakönnunum var į bilinu 5,2 til 8,7%

Gallup fór nęst śrslitum kosninga

NIŠURSTÖŠUR sķšustu skošanakönnunar sem Gallup gerši fyrir Rķkisśtvarpiš um fylgi stjórnmįlaflokkanna fór nęst raunverulegu fylgi žeirra ķ kosningunum.

 myndskod

NIŠURSTÖŠUR sķšustu skošanakönnunar sem Gallup gerši fyrir Rķkisśtvarpiš um fylgi stjórnmįlaflokkanna fór nęst raunverulegu fylgi žeirra ķ kosningunum. Žęr skošanakannanir sem fjölmišlarnir birtu dagana fyrir kosningar voru almennt nokkuš nįlęgt śrslitum kosninganna.

Mestu munar į skošanakönnunum og fylgi hjį Sjįlfstęšisflokknum sem Félagsvķsindastofnun, Gallup og IBM ofmįtu um 2 til 3,3%. Hefur žaš oft įšur gerst aš flokkurinn fęr fęrri atkvęši upp śr kjörkössunum en skošanakannanir hafa gefiš til kynna. Fyrir sķšustu alžingiskosningar, voriš 1999, sżndu skošanakannanir aš bęši Sjįlfstęšisflokkur og Samfylking fengju meira fylgi en raun varš į. Aš žessu sinni voru frįvik nokkur hjį Samfylkingunni en žaš var ķ bįšar įttir.

Nišurstaša Sjįlfstęšisflokksins kom mest į óvart

Gallup gerši sķna sķšustu raškönnun fyrir Rķkisśtvarpiš į mišvikudag og fimmtudag fyrir kosningar. Žegar upp er stašiš reyndist hśn fara nęst um endanleg śrslit kosninganna. Į mešfylgjandi töflu sést aš samanlagt frįvik könnunarinnar frį fylgi žeirra flokka sem nįšu meira en 1% fylgi var 5,2%. Mestu munaši hjį Sjįlfstęšisflokknum sem Gallup ofmat um 2,1% eins og flestir ašrir sem geršu kannanir fyrir kosningarnar. Önnur frįvik voru um og innan viš 1% hjį Gallup.

Žorlįkur Karlsson, framkvęmdastjóri hjį Gallup, kvešst įnęgšur meš hvaš könnun fyrirtękisins fór nįlęgt śrslitunum en tekur fram aš skošanakannanir hafi almennt fariš nįlęgt śrslitum kosninganna. Hann segir aš nišurstaša Sjįlfstęšisflokksins hafi komiš mest į óvart, fylgi hans hafi oršiš minna en hann hefši getaš ķmyndaš sér fyrirfram. Kvešst hann ekki hafa skżringar į žvķ en stjórnmįlafręšingar vęru sjįlfsagt aš velta žvķ fyrir sér žessa dagana.

Ef frįvik skošanakönnunar sem Fréttablašiš gerši einnig į mišvikudag og fimmtudag er metiš meš sama hętti sést aš samanlagt frįvik hennar frį śrslitum er 5,9%. Tiltölulega jafnt frįvik var į öllum tölum, sé žaš boriš saman viš ašrar kannanir ķ ašdraganda kosninganna.

Hreyfing ķ lokin

Könnun sem Félagsvķsindastofnun gerši fyrir Morgunblašiš į mįnudag, žrišjudag og mišvikudag sżnir 6,7% heildarfrįvik frį nišurstöšum kosninga. Žar munar mest um aš Sjįlfstęšisflokkurinn męldist 2,4% of hįr en Samfylkingin 2,5% lęgri en raun varš į ķ kosningunum.

Frišrik H. Jónsson, forstöšumašur Félagsvķsindastofnunar, segir aš Félagsvķsindastofnun sé ķ mišjum hópi žegar litiš er til frįvika frį kosningum. Žaš sé ķ sjįlfu sér višunandi. Hann kvešst žó óįnęgšur meš hversu mikiš frįvik hafi veriš į stóru flokkunum frį könnun stofnunarinnar. "Žaš viršist hafa veriš hreyfing ķ lokin sem viš höfum ekki nįš. Raunar grunaši okkur žetta, vķsbendingar komu ķ žessa įtt žegar fólk var spurt hvaš žaš hefši kosiš sķšast. En viš veršum aš treysta žvķ sem fólk segir," segir Frišrik.

Vķsar hann žar til žess aš fylgi Sjįlfstęšisflokksins var ofmetiš en Samfylkingarinnar vanmetiš. Frišrik segir aš könnun Félagsvķsindastofnunar hafi aftur į móti reynst vera nįlęgt fylgi annarra flokka og framboša og vęri hann įnęgšur meš žaš.

Miklar sveiflur tvo sķšustu dagana

Könnun sem DV gerši į fimmudag sżnir 7,9% heildarfrįvik. Žetta er sś skošanakönnun sem sķšust var gerš fyrir kosningarnar. Frįvik var į bilinu 1,5 til 2% į öllum flokkum, nema Vinstri gręnum.

Sś könnun sem vék mest frį śrslitum kosninganna var skošanakönnun sem IBM višskiptarįšgjöf gerši fyrir Stöš 2 frį mįnudegi til fimmtudags. Heildarfrįvik ķ žvķ tilviki er 8,7%. Mest munar um aš Sjįlfstęšisflokkurinn var ofmetinn um 3,3%.

Hafliši Ingason hjį IBM segir aš hafa verši ķ huga aš kannanirnar hafi veriš geršar į mismunandi tķmum. Segir hann aš könnunin sem IBM gerši fyrir Stöš 2 fyrri hluta vikunnar hafi sżnt svipaša nišurstöšu og ašrar kannanir sem geršar voru į žeim tķma, svo sem Félagsvķsindastofnun, og Gallup hafi ekki veriš langt frį. Frįvik Sjįlfstęšisflokksins telur hann hugsanlega skżrast af žvķ aš könnunin hafi ekki nįš fylgishreyfingum sem oršiš hafi ķ lok vikunnar, į föstudag og kjördag. "Žaš er engin leiš aš męla sķšustu tvo dagana en žaš er einmitt sį tķmi sem fylgist viršast sveiflast mikiš. Ef kosiš hefši veriš 8. maķ mį bśast viš aš fylgiš hefši skipst nokkurn veginn eins og okkar könnun sżndi," segir Hafliši.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frį upphafi: 33214

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband