Hæsta matvælaverðið og hæstu styrkirnir til landbúnaðar

Við Íslendingar erum mögnuð þjóð er kemur að neytendamálum.  Við sættum okkur við það að greiða hæstu styrki til landbúnaðar í heiminum um leið og við látum bjóða okkur það að greiða hæsta verð fyrir matvæli í heiminum.  Landbúnaðurinn tekur s.s. bæði úr hægri og vinstri vasa okkar skattgreiðenda/neytenda.  Einhver hefði haldið að allar þessar niðurgreiðslur til landbúnaðar ættu að skila sér í lægra verði til neytenda.  En, nei.  Því fer nú aldeilis fjarri.  Hér er súlurit frá OECD sem sýnir landbúnaðarstyrki í löndum samtakana:

landb
Producer support estimate by country.  As a percentage of value of gross farm receipts

Sjá hér 

Eins og sést á myndinni nýtur Íslands þess vafasama heiðurs að vera á topp 3 listanum yfir þau ríki sem greiða hæstu styrki til landbúnaðar.  Noregur, Sviss og Ísland eru í sérflokki hvað þetta varðar.  Það jákvæða er þó að þessir styrkir lækkuðu á þessum c.a. átta árum sem um ræðir og Ísland fer úr öðru sæti niður í það þriðja. 

Nú hefur verið starfandi hægristjórn hér á landi undanfarin 12 ár en staðan er samt sú að enn í dag rekum við hér sovéskt landbúnaðarkerfi þar sem ríkið er í raun að handstýra framleiðslunni.  Hvenær má vænta þess að landbúnaðurinn verði markaðsvæddur hér á landi, þó ekki væri nema bara að hluta til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

T.d. með því að koma á samkeppni milli framleiðenda.

Sigurður Ásbjörnsson, 7.2.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég Veit hverjir landbúnaðrstyrkirnur er hér og í evrópu og til bóndans er miklu meiri styrkir í Danmörku en hér. Ég spurð einn fróðan um þessa útreikninga OECD Og tók dæmi af bónda hér og þar Þetta voru mjög flóknar útskýringar sem ég fékk en niðurstaðan var sú megnið af stuðningnum vorun kallaðar grænar greiðslur sem OECD telur ekki sem stuðning Og síðan slepptu þeir stofnfjárfestinga stuðningi sem er mjög mikill þar en tíðkast ekki hér.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband