Laugardagur, 10. febrúar 2007
Skiptu Guðjón, Magnús og miðstjórnin um skoðun?
Undanfarið hafa tveir þingmenn tveggja ólíkra flokka haft vistaskipti og skipt yfir í Frjálslynda flokkinn. Þetta eru þeir Valdimar L. Friðriksson sem skipti úr Samfylkingunni yfir í Frjálslynda flokkinn og Kristinn H. Gunnarsson sem sagði sig úr þingflokki Framsóknarflokksins og fór sömuleiðis yfir til Frjálslynda flokksins. Ekki ber á öðru en formaður Frjálslyndra, Guðjón Arnar Kristinsson, og varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, hafi tekið þeim báðum fagnandi og ekki gert athugasemdir við þennan gjörning.
Forvitnilegt er að skoða hvað þessir sömu menn höfðu að segja þegar Gunnar Örlygsson sagði sig úr þingflokki Frjálslyndra og gekk í raðir Sjálfstæðismanna. Föstudaginn 13. maí 2005 er eftirfarandi haft eftir Guðjóni Arnari í Morgunblaðinu:
"Inntur eftir því hvort þessar breytingar séu áfall fyrir flokkinn, segir Guðjón að þær séu fyrst og fremst áfall fyrir kjósendur Gunnars. "Það liggur náttúrlega skýrt fyrir að ekki einn einasti kjósandi Frjálslynda flokksins taldi sig vera að kjósa þingmann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kjósendurnir voru að kjósa um stefnu Frjálslynda flokksins og áherslur hans.""
Og áfram er haft eftir Guðjóni:
"Annað ætla ég ekki að rifja upp. Hann verður sjálfur að gefa skýringar á þessum sinnaskiptum og þá aðallega gagnvart fólkinu, sem kaus hann í góðri trú, sem fulltrúa þeirrar stefnu sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir."
Eftirfarandi er haft eftir Magnúsi Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, í sömu grein:
"Nú eru aðeins liðnar átta vikur og hann er farinn úr flokknum og yfir í raðir okkar höfuðandstæðinga. Hann er gjörsamlega búinn að snúa við blaðinu. Virðist því ekkert vera að marka það sem hann hefur áður sagt, hvorki í ræðu né riti. Þetta er ein stórkostlegasta kúvending í íslenskum stjórnmálum sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég held það hljóti að vera leitun að öðru eins."
Og Margrét Sverrisdóttir þáverandi framkvæmdastjóri flokksins hafði þetta að segja um vistaskiptin:
"Margrét Sverrisdóttir, ritari og framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að Gunnar sé fyrst og fremst að bregðast kjósendum sínum. Þeir hafi hringt nær linnulaust til hennar síðasta sólarhringinn vegna tíðindanna. "Símalínur hafa verið glóandi hjá mér frá því ákvörðun hans varð opinber," segir hún. "Flestir tala um að þeim finnist ósanngjarnt að hann skuli hafa haft þingsæti af flokknum með þessum hætti. Einnig að hann skuli hafa horfið frá þeirri meginstefnu sinni í síðustu kosningum að berjast gegn kvótakerfinu."
Persónulega segist hún ekki sjá eftir "liðhlaupum sem hverfa frá hugsjónum sínum á einni nóttu", eins og hún orðar það. "Áherslur hans í sjávarútvegsmálum eru núna á vísindastarf, markað og samkeppni. Það er mikil kúvending að mínu mati.""
Og miðstjórn Frjálslyndra hafði þetta að segja um málið:
"MIÐSTJÓRN Frjálslynda flokksins segir í ályktun, sem hún samþykkti í gær, að úrsögn Gunnars Örlygssonar úr flokknum hafi komið miðstjórninni í opna skjöldu. "Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í ályktuninni. "Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur það lýsa litlum drengskap af hálfu Gunnars Örlygssonar að nota fylgi kjósenda Frjálslynda flokksins til þess að styrkja ríkisstjórnina til verka þvert á hans eigin málflutning." "
Heimild allra þessara tilvitnanna: Morgunblaðið, föstudagurinn 13. maí 2005.
Nú virðist forysta Frjálslyndra kúvenst í skoðunum sínum á svona vistaskiptum. Nú er sjálfsagt mál að tveir þingmenn annara flokka skipti yfir til þeirra. Ekkert athugavert við það. Hins vegar er það náttúrulega höfuðsynd ef einhver úr þeirra flokki skiptir yfir í aðra flokka.
Hvað hefur breyst á þessum stutta tíma?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.