Myndir frá Kárahnjúkasvæðinu

291540892_55ee021838Áhugaljósmyndarar hafa nú fengið öflugan vettvang til að deila myndum, fá álit annara á sínum myndum og kommenta á myndir annara.  Þetta er vefsíðan www.flickr.com sem er ein vinsælasta ljósmyndasíðan á netinu í dag.  Það sem vakti fyrst athygli mína á þessari vefsíðu var frábær árangur íslensks ljósmyndara, Rebekku, sem vakti heimsathygli fyrir myndir sínar sem hún setti þarna inn.  Var hún valin einn áhrifamesti ljósmyndarinn á netinu í dag og fór m.a. í viðtöl hjá þekktum tímaritum og blöðum eins og Der Spiegel í Þýskalandi.  Myndir hennar eru ákaflega fallegar og flestar eru þær af hinni ægifögru íslensku náttúru.  Haft er á orði á þessari vefsíðu að Rebekka ætti að fá laun frá íslenska ríkinu fyrir þá gífurlegu landkynningu sem felst í myndum hennar.  Fólk frá öllum heimshornum kommentar á myndirnar og lýsir yfir miklum áhuga á að heimsækja landið eftir að hafa séð þær.

Við Íslendingar höfum náttúrulega tekið þennan vettvang með trompi (eins og svo margt annað) og á vefsvæðinu eru starfræktar margar íslenskar "grúppur" þar sem íslenskir áhugaljósmyndarar láta ljós sitt skína.  Má þá nefna grúppur eins og Íslenskrir ljósmyndarar, Best of Iceland, Icelandic landscape, Reykjavik, Visit Iceland, Geotagged: Iceland, Hiking in Iceland, Akureyri, Icelandic landscape images, Beautiful Iceland, Icelandic waterfalls, Iceland incredible colours, Icelandic horses, Fishing in Iceland, Iceland svo einhverjar séu nefndar.  Ég hvet landsmenn til að kíkja þarna inn og skoða verk fjölmargra frábærra íslenskra áhugaljósmyndara sem þar er að finna.

Ég vil vekja sérstaklega athygli á grúppu sem ég stofnaði sem kallast "Kárahnjúkar and surroundings".   Hugmyndin með þessari grúppu er að safna saman á einn stað myndum frá Kárahnjúkasvæðinu hvort sem þær voru teknar fyrir byggingu virkjunarinnar, á meðan virkjunarframkæmdum stóð eða eftir að lónið er orðið fullt.  Nú þegar eru komnir 146 meðlimir í þessa grúppu og um 220 myndir. Það er trú mín að slíkt safn mynda frá Kárahnjúkasvæðinu geti verið áhugavert og gagnlegt fyrir komandi kynslóðir til að meta áhrif þessarar risaframkvæmdar á náttúru landsins.  Endilega skráið ykkur inn á flickr og setjið myndir frá Kárahnjúkasvæðinu inn í þessa grúppu, því fleiri því betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 33212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband