Föstudagur, 2. mars 2007
Kristnihátíðarsjóður - 500 milljónir á fimm árum
Á árunum 2001-2005 rann hálfur milljarður úr sjóðum landsmanna í svokallaðan Kristnihátíðarsjóð sem átti m.a. að efla fræðslu og rannsóknir á minningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Orðrétt segir á heimasíðu sjóðsins:
"Sjóðurinn starfaði samkvæmt lögum nr. 12/2001um sjóðinn sem samþykkt voru á Alþingi 28. febrúar 2001. Sjóðurinn var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins var tvíþætt: að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn; að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Starfstími sjóðsins var fimm ár.
Skipunartíma stjórnar Kristnihátíðarsjóðs og verkefnisstjóra sjóðsins lauk 31. desember 2005. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 12/2001, um Kristnihátíðarsjóð, skulu þeir sem fá fé úr Kristnihátíðarsjóði gera grein fyrir framvindu verkefna og ráðstöfun fjár samkvæmt nánari reglum sjóðstjórnar. Verði misbrestur á, eða önnur skilyrði stjórnar fyrir styrkveitingu eru ekki uppfyllt, er henni heimilt að stöðva greiðslur eða eftir atvikum fara fram á endurgreiðslu styrksins. Til að tryggja umsjón styrkveitinga eftir að skipunartíma stjórnar sjóðsins lauk ákvað forsætisráðherra að skipa nefnd til að fylgja eftir framvindu verkefna sem hlutu styrk úr Kristnihátíðarsjóði 1. desember 2005 og ráðstöfun fjár í samræmi við ákvæði 11. og 12. gr. reglugerðar um Kristnihátíðarsjóð og reglur stjórnar Kristnihátíðarsjóðs þar að lútandi."
Einn helsti ókostur þessa sjóðs (sem vel að merkja var stofnaður með lagasetningu sem var einhljóða samþykkt á Alþingi) var að mínu mati sá að það var niðurnjörvað að veita skyldu 100 milljónir á ári í þessi fimm ár án tillits til framboðs á góðum umsóknum um styrki úr sjóðnum. Æskilegra hefði verið að mínu mati (ef þá á annað borð átti að stofna til þessa sjóðs) að láta það ráðast af gæðum umsókna hvert ár hversu mikið færi í styrkveitingar. Sum ár hefði þannig verið hægt að veita 70 milljónir ef umsóknirnar hefðu verið það frábærar að það hefði verið þess virði en önnur ár kannski 30 milljónir þar sem ekki hefðu komi fram nógu góðar umsóknir. Það fólst í þessum sjóð ákveðin nauðhyggja, út skyldu þessar árlegu 100 milljónir fara sama hvað það kostaði....
En nóg um það. Það sem mig langar að vekja athygli á með þessum pistli er nauðsyn þess að ríkið fylgi þessum styrkveitingum eftir. Hálfur milljarður eru miklir peningar og það skiptir mjög miklu máli að skattborgararnir fái að vita hvað þeir fengu fyrir peninginn. Hér eru nokkur dæmi um verkefni sem fengu styrk:
2005:
Altarisdúkar í íslenskum kirkjum, Oddný E. Magnúsdóttir (Jenný Karlsdóttir), 1 millj. kr.
Íslensk miðaldaklaustur margmiðlunardiskur, Steinunn Kristjánsdóttir (Stofnun Gunnars Gunnarssonar), 1 millj. kr.
Menningarsetrið að Útskálum, María Hauksdóttir (Menningarsetrið að Útskálum ehf.), 800 þús. kr.
2002:
Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi. Uppeldissýn kennara, Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1, 2 millj. kr.
Hvernig eru Evrópubúar? Fjölþjóða samanburðarrannsókn, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr.
2003:
Útgáfa á ljóðum Jóns Arasonar biskups, Ásgeir Jónsson, 800 þús. kr
Réttlæti og ást. Til móts við nýja kynlífssiðfræði, Sólveig Anna Bóasdóttir (Rannsóknarstofa í Kvennafræðum), 1.6 millj. kr.
Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi. Uppeldissýn kennara, Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1 millj. kr.
2002:
Bannfæringar á Íslandi á síðmiðöldum, Lára Magnúsardóttir, 1.2 millj. kr.
Siðfræðivefur, Salvör Nordal (Siðfræðistofnun), 1.2 millj. kr.
2001:
Trúarmenning og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld, Inga Huld Hákonardóttir (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1.6 millj. kr.
Uppteiknað, sungið, sagt og téð, Þorsteinn Helgason (Seylan ehf), 1.6 millj. kr
Allart úthlutanir úr kristnihátíðarsjóð má nálgast með því að smella hér.
Ég vil taka það fram að þessi verkefni sem hér eru upp talin eru valin af handahófi úr þeim verkefnum sem fengu styrk úr Kristnihátíðarsjóði. Þau eru á engan hátt betri eða síðri en önnur sem fengu styrk. Ég vil hins vegar kalla eftir umræðu um er það hvernig ríkið fylgir svona styrkveitingum eftir. Hvernig er því háttað? Vitum við eitthvað um það hvernig þessum verkefnum var sinnt og hvað kom út úr þeim? Vitum við t.d. miklu meira um trúarmenningu og siðferði íslenskra bændakvenna á 19. öld í dag en við gerðum árið 2001?
Ef svo er, getur þá einhver bent mér á hvar ég get séð afurðir þessara verkefna og útlistun á því hvernig þeim miðaði?
Ef einhver hefur svör við þessu þá vinsamlegast hafið samband.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2007 kl. 00:14 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 33336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.