Framsóknarflokkurinn fékk jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins!

Jon_Sigurdsson1Ætli þetta sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu?  Þar eð að flokkur verðlauni sjálfan sig fyrir einhvern ákveðinn málaflokk.  Framsóknarflokkurinn veitti nefnilega í dag sjálfum sér jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins.  Hverjir ætli hafi verið í dómnefndinni?  Ég sé Jón Sigurðs, Björn Inga og Guðna alveg fyrir mér rökræða og velta vöngum um það hvern eigi að verlauna.  Svo hefur hugmyndin komið eins og elding úr heiðskíru lofti....jú auðvitað verðlaunum við sjálfa okkur.......

Af ruv.is:

Framsókn: Framsókn og Samtökin '78 verðlaunuð

Samtökin 78 fengu í dag bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins á landsþingi sem stendur yfir á Hótel Sögu í Reykjavík. Jafnréttisverðlaunin gengu til framsóknarmanna sjálfra, það er að segja til þingflokksins og tók Dagný Jónsdóttir, varaformaður þingflokksins, við þeim af formanni Framsóknar.

Jón Sigurðsson sagði samtökin hafa fylgt markmiðum sínum eftir á svo jákvæðan og uppbyggilegan hátt að eftir hafi verið tekið. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ´78, lauk sérstaklega lofsorði á frammistöðu framsóknarmanna við að bæta stöðu samkynhneigðra og hún vísaði til nýlegra laga um réttindi samkynhneigðra og sagðist ekki í vafa um uppruna þeirra lagasetningar.

Jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins gengu til þingflokks þeirra fyrir jafnrétti kynjanna í stjórnmálum enda varla aðrir stjórnmálaflokkar betur að því komnir því skipting á framboðslistum Framsóknar er jöfn; jafnmargar konur og karlar leiða lista, ráðherrar flokksins eru þrír karlar og þrjár konur og í þingflokknum er staðan sex fimm.

Sjá frétt hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru í sigurvímu blessaðir þessa dagana.  hahahahahahaha..... manngildi ofar auðgildi, jafnrétti og allt sem gott er.  En hvar hafa þessar elskur verið síðustu 12 árin ??? Enhversstaðar utan flokka í baráttu fyrir jafnrétti og mannúðarmálum, og öllu réttlætinu sem steymir frá þeim þessa dagana.  Hver fann annars upp hjólið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Staða konunnar er á bak við eldavélina, var haft eftir Guðna fyrir nokkrum árum.  Frammararnir eru ótrúlegir.  Á föstudaginn segir Jón formaður eitthvað á þá leið að kjósendur skuli forðast eftirlíkingar og að allir stjórnmálaflokkar séu að stela rými og herma eftir framsókn. 

Sigurður Ásbjörnsson, 4.3.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hehehe þetta er bara ótrúlega fyndið.  Þeir hefðu átt að veita sér líka skemmtiverðlaun ársins, fyrir besta uppistandið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Skemmtanagildi Framsóknarflokksins er ótvírætt.

Björg K. Sigurðardóttir, 4.3.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband