Sunnudagur, 4. mars 2007
Kemur þetta á óvart?
Ég get skrifað undir nær allt í þessari könnun. Mér finnst mjög mikilvægt að landbúnaður sé stundaður hér til framtíðar, mér finnst íslenskar landbúnaðarvörur í mjög mörgum tilfellum betri en erlendar og ég mun kaupa íslenskar landbúnaðarvörur í flestum tilfellum þó þær muni kosta meira en þær erlendu. En koma þessar niðurstöður á óvart? Ekki komu þær mér á óvart. Hver vill ekki að landbúnaður sé stundaður á Íslandi? Mér þætti vænt um að heyra rök þessara 6% sem vilja ekki íslenskan landbúnað. Örugglega magnaður þjóðfélagshópur þar á ferð.
Hvaða ályktanir eru hægt að draga af þessari könnun? Jú, þetta segir okkur að staða íslensks landbúnaðar er afar sterk og ætti hann því að vera vel undirbúinn undir samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að markaðsvæða landbúnaðinn, lækka eða afnema tolla á innfluttan landbúnað og draga úr innflutningshömlum. Skilaboðin eru skýr!
Íslendingar telja íslenskar landbúnaðarvörur betri en erlendar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Þegar ég fer erlendis þá er það algjört must að koma með íslenskt lambalæri, smjör og harðfisk jafnvel grænar orabaunir. Sama hvort ég er að heimsækja íslenska ættingja eða erlenda vini. Og vinir mínir erlendir sem hér dvelja taka með sér það sem skiptir máli, smjör lambalæri og harðfisk. Þannig er nú það.
Rogaðist meira að segja með frosna ýsu til Þýskalands og Austurríkis um jólin núna. Og vakti mikla lukku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2007 kl. 00:20
Þessi könnun kemur mér mjög á óvart og niðurstöðurnar ánægulegar fyrir okkur bændur og það þrátt fyrir mjög einhliða umræðu Það sem okkur hefur þótt erfiðast er að okkar sjónarmiðum hefur verið stilt undir smáaletrinu í Morgunblaðinu.
En betur má ef duga skal.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.3.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.