Fimmtudagur, 22. mars 2007
Þegjandi samþykki um klám?
Þegar ég var að alast upp (og langt fram á fullorðinsárin) man ég eftir fréttum í blöðum og sjónvarpi um að lögreglan hafi gert "rassíu" á hinni og þessari videoleigunni og gert klámspólur upptækar. Það voru svo sem ekki hörð viðurlög við þessu en viðkomandi þurfti alla vegana að greiða sekt að mig minnir auk þess sem það hlýtur að hafa verið óþægilegt fyrir eigendurna að lenda í slíkri húsleit. Á undanförnum árum heyrir maður ekki um slíkar rassíur lengur. Það virðist vera sem að lögreglan og löggæsluyfivöld hafi með sér þegjandi samþykki um að leyfa klám í hvaða formi sem er á Íslandi.
Ekki vantar framboðið því svokallaðar hjálpartækjabúðir eða erótískar búðir selja slíkt efni í stórum stíl og bjóða m.a. viðskiptavinum upp á að fá slíkt heimsent.
Það sem mig langar að varpa fram er spurningin hvort að um meðvitaða ákvörðun hafi verið að ræða hjá lögreglu og löggæsluyfirvöldum um að leyfa klámefni eða hvort að þetta hafi bara hreinlega gleymst. Lögin eru til staðar og ekkert hefur breyst hvað þau varðar sem skýrir þetta aukna umburðarlyndi gagnvart klámi. Var tekin meðvituð ákvörðun um að láta þetta óafskipt? Og ef svo er, hvers vegna?
Annars er erfitt að skilgreina klám. Fæstir eru væntanlega t.d. á móti því að í kvikmyndum bregði fyrir erótískum ástarsenum þar sem nekt leikara er mikil. Það hlýtur hins vegar að vera í verkahring löggjafans, lögreglu og löggæsluyfirvalda að skilgreina hvað klám er. Lög sem ekki er farið eftir missa trúverðugleika og fólk hættir að taka mark á slíkum lögum. Annaðhvort þarf að skýra þessi lög betur og framfylgja þeim eða hreinlega afnema þau....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
malacai
-
godsamskipti
-
agbjarn
-
agustolafur
-
arnih
-
arnith
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldvinj
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
gattin
-
bryndisisfold
-
davidlogi
-
dofri
-
dst
-
egillrunar
-
esv
-
eirikurbergmann
-
ea
-
feministi
-
freedomfries
-
gummisteingrims
-
gun
-
gunnlaugur
-
haukurn
-
hlynurh
-
maple123
-
tulugaq
-
hrannarb
-
hreinsi
-
ivarb
-
jonthorolafsson
-
jonornm
-
julli
-
kristjanb
-
kristjanmoller
-
maggib
-
graskerid
-
maron
-
nykratar
-
oddgeirottesen
-
palmig
-
runarhi
-
salvor
-
sigmarg
-
safi
-
einherji
-
soley
-
stebbifr
-
kosningar
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
tommi
-
vefritid
-
tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.