Fimmtudagur, 22. mars 2007
Hvaða áhrif mun Íslandshreyfingin hafa á fylgi annarra flokka?
Nú er það orðið endanlega ljóst, Ómar og Margrét munu bjóða fram lista í öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum í vor. Ég bjóst reyndar við meiri upplýsingum víst þau voru að blása til slíks blaðamannafundar. Bjóst t.d. að þau væru alla vegana tilbúin með nöfn allra þeirra sem eiga að leiða listana í hverju kjördæmi og eins að málefnin væru komin meira á hreint.
Þau hafa sennilega metið það sem svo að þrátt fyrir að framboðið sé ekki að fullu tilbúið væri nauðsynlegt að koma fram með framboðið í þessari viku enda einungis sjö vikur til kosninga. Væntanlega verður þá annar blaðamannafundur fyrir páska þar sem framboðslistar verða kynntir auk helstu stefnumála.
Stóra spurningin núna er hvaða áhrif framboðið mun hafa á fylgi annarra flokka. Ef framboðið tekur t.d. mest fylgi af VG er það væntanlega þróun sem Ómari hugnast lítt. Markmiðið hlýtur að vera að taka fylgi frá stjórnarflokkunum tveimur sem eru jú stóriðjuflokkar landsins.
Bíð spenntur eftir næstu Gallup/Capacent könnun sem mælir styrk þessa nýja framboðs og hvaðan það tekur helst fylgi.........
Þau hafa sennilega metið það sem svo að þrátt fyrir að framboðið sé ekki að fullu tilbúið væri nauðsynlegt að koma fram með framboðið í þessari viku enda einungis sjö vikur til kosninga. Væntanlega verður þá annar blaðamannafundur fyrir páska þar sem framboðslistar verða kynntir auk helstu stefnumála.
Stóra spurningin núna er hvaða áhrif framboðið mun hafa á fylgi annarra flokka. Ef framboðið tekur t.d. mest fylgi af VG er það væntanlega þróun sem Ómari hugnast lítt. Markmiðið hlýtur að vera að taka fylgi frá stjórnarflokkunum tveimur sem eru jú stóriðjuflokkar landsins.
Bíð spenntur eftir næstu Gallup/Capacent könnun sem mælir styrk þessa nýja framboðs og hvaðan það tekur helst fylgi.........
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Spurt er
Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Athugasemdir
Sammála, það verður gaman að sjá næstu skoðanakönnun, ef úrtakið verður almennilegt og vel að henni staðið
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.3.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.