Skotvopnaeign í Bandaríkjunum

nraÞað hlýtur að koma að því að Bandaríkjamenn fari að endurskoða skotvopnalöggjöf sína í kjölfar þessa hryllilega atburðar.  Lög um skotvopn í Bandaríkjunum eru mjög frjálslynd og tiltölulega auðvelt er fyrir allan almenning að útvega sér hverskyns skotvopn.  Víðast annarsstaðar, t.d. á Norðurlöndunum, er erfitt að fá skotvopnaleyfi og held ég að Bandaríkjamenn hljóti að fara að líta til Norðurlandanna hvað varðar nýja löggjöf um skotvopnaeign.   Það er t.d. tiltölulega auðvelt að verða sér úti um skammbyssur í Bandaríkjunum en þær er hægt að fela innan klæða og smygla inn á svæði sem vopnaburður er ekki leyfður.

Samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association/NRA, eru gríðarlega sterk hagsmunasamtök og hafa þau beitt sér fyrir rúmri skotvopnalöggjöf frá upphafi.  Ef frambjóðendur hafa vogað sér að tala fyrir strangari skotvopnalöggjöf hafa samtökin beitt sér af krafti gegn viðkomandi frambjóðanda.  Máttur þeirra er mikill og hefur þeim oft tekist að eyðileggja stjórnmálaferil margra mætra manna og kvenna sem hafa vogað sér að ljá máls á strangari löggjöf.  Nú hlýtur almenningur í Bandaríkjunum hins vegar að rísa upp gegn þessum hörðu hagsmunasamtökum og öðrum talsmönnum rúmrar skotvopnalöggjafar og krefjast breytinga.   Það er kominn tími á að herða skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum.  Það verður ekki auðvelt að koma slíkri löggjöf í gegn en ástandið hlýtur að kalla á harðari löggjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Skammbyssurnar eru hættulegastar í þessu samhengi þar sem hægt er að leyna þeim mjög vel og maður getur aldrei vitað hver er með slíkt vopn á sér og hver ekki.  Það er engin tilviljun að á Norðurlöndum færðu ekki slíkt leyfi nema þú sért að keppa í skotfimi, sért í öryggisstarfi eða í lögreglu.   Þessi trú Bandaríkjamanna um réttinn til að verja sig á sér rætur í gamla villta vestrinu þar sem menn vildu fá að vernda landareignir sínar í friði.  Síðan hefur margt breyst og í nútímasamfélagi gengur ekki að allur almenningur sé vopnaður í bak og fyrir.  Kallið þetta forsjárhyggju en ég er algjörlega sannfærður um að ströng lög um skotvopnaeign séu nauðsynleg og fullkomnlega réttlætanleg..........

Sigfús Þ. Sigmundsson, 18.4.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo margt sem bandaríkjamenn mega taka til skoðunar og þá á ég ekki við naflann í þeim.  Þjóðarsálin þarf að opnast fyrir öðru ein þeim sjálfum.  Og þeir eiga fyrst og fremst að einbeita sér að sínum heima ranni, áður en þeir fara að skipta sér af veröldinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sammála. Ótrúlegt hvað þeir eru búnir að vera blindir á þetta lengi.

Haukur Nikulásson, 19.4.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

"Og þeir eiga fyrst og fremst að einbeita sér að sínum heima ranni, áður en þeir fara að skipta sér af veröldinni"

Ég er sammála þér í þessu að flestu leiti en ekki öllu.  T.d. hefði ég ekki viljað búa í þeim heimi sem þróast hefði ef Bandaríkjamenn hefðu ekki skipt sér af seinni heimstyrjöldinni.  Einnig hefur oft verið biðlað til þeirra vegna ýmsra mála og óskað eftir afskiptum þeirra s.s. í Júgóslavíu, Sómalíu o.sfrv.   En afskipti í S-Ameríku, Mið-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Asíu hafa oft á tíðum orðið til ills og Bandaríkjamenn ættu að skammast sín fyrir margt af því sem hefur verið gert á þessum svæðum með þeirra liðsstyrk.... 

Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.4.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband