Lyf næst dýrust á Íslandi

lyfSamkvæmt könnun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, eru lyf næst dýrust hér á landi af öllum Evrópulöndunum.  Einungis í Sviss eru lyf dýrari.  Almennt virðist allt vera dýrara hér en í öðrum Evrópulöndum nema orkukostnaður og vatnsneysla. 

En hverju er um að kenna?  Smæð markaðarins hefur eitthvað um dýrtíðina að segja og eins hár aðflutningskostnaður.  Orsakirnar fyrir dýrtíðinni hér á landi er að finna í mörgum þáttum en stór þáttur er sú einangrunarstefna sem hér ríkir.  Lagðir eru ofurtollar á matvæli og hér er rekin landbúnarðstefna sem er engum til góðs. 

Hvað varðar hátt verð lyfja er í raun óskiljanlegt að þau þurfi að vera svona dýr.  Við Íslendingar eigum stórt fyrirtæki á lyfjamarkaðnum, Actavis, og er stór hluti starfseminnar hér á landi.  Einhversstaðar sá ég samanburð á verði lyfja frá því fyrirtæki í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar.  Reyndust lyfin mun ódýrari í Danmörku en hér að mig minnir.  Ég man ekki alveg hver svör fyrirtækisins voru þegar þetta bar á góma en gaman væri ef einhver glöggur/glögg sem man eftir þessu greini frá þessu nánar.  Af hverju getur Actavis selt ódýrari lyf í Danmörku en á Íslandi?

Smellið hér til að sjá nánar tölurnar frá Eurostat.


mbl.is Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband