Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Ísland, land umhverfisvænnar orku?
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla íslands, hlaut á dögunum verðlaun í tengslum við Alheimsverðlaunin Global Energy International Prize fyrir rannsóknir sínar í orkumálum. Verðlaunin ku vera ein mesta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir.
Þorsteinn hlaut verðlaun þessi fyrir vetnisrannsóknir sínar og aðkomu að ýmum verkefnum tengdum þeim. Hann kom t.d. að verkefninu með strætó þar sem nokkrir vagnar knúnir áfram af vetni keyrðu um Reykjavík með farþega. Verkefni það var í samstarfi við stóra alþjóðlega bílaframleiðendur og orkufyrirtæki.
Það hefur verið tekið eftir því víða um heim hversu framsæknir við Íslendingar höfum verið í þessum málum á undanförnum árum. Þetta er eitt af því sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið sig vel í að undanförnu og það er eins og mig minnir að framsóknarmaðurinn Hjálmar Árnason hafi komið mikið að þessu starfi. Það er mín trú að það eigi að stórefla þessar rannsóknir hér á landi og fara út í ýmis tilraunaverkefni sem gætu leitt af sér þróun véla sem standast bensínvélunum vel á sporði.
Í desember á síðasta ári var ég staddur á skemmtiferðaskipi í karabíska hafinu. Þetta var sjö daga sigling og öll kvöld sátum við til borðs með sömu tveimur bandarísku fjölskyldunum. Við vorum mjög heppin með borðfélaga því fjölskyldurnar tvær voru stórskemmtilegar og var rætt um allt milli himins og jarðar. Að sjálfsögðu barst talið til Íslands og kom í ljós að annar fjölskyldufaðirinn vissi nokkuð mikið um land og þjóð. Hann sagði það við alla sem heyra vildu að á Íslandi væru allir strætisvagnar knúnir áfram af vetni, rafmagn fengi þjóðin úr umhverfisvænum vatnsvirkjunum og húsin væru hituð upp með heitu vatni. Sagði hann hinum við borðið að Íslendingar væru svo framarlega í þessum málum að þeir væru löngu búnir að framkvæma hluti sem þeir Bandaríkjamenn væru rétt að byrja að hugsa um. Því miður varð ég aðeins að leiðrétta borðfélaga minn og skemma aðeins fyrir honum söguna. Ég sagði honum eins og rétt var að einungis 3 strætóar væru knúnir áfram með vetni og það væri tilraunaverkefni sem bráðum lyki. Það dró aðeins úr ákafa hans þá en hann var samt áfram á því að framsýni okkar væri mikil í þessum málum og lýsti yfir áhuga sínum að koma til landsins þó ekki væri nema bara til að sjá öll þessu orkuverkefni.
Mikið lifandi ósköp hefði ég viljað geta sagt bandaríska borðfélaga mínum að allt væri þetta satt um strætóana. En rétt skal vera rétt. Ég held hins vegar að ef við Íslendingar tækjum forystu í heiminum í notkun umhverifsvænna eldneytis myndi það vekja heimsathygli og ímynd landsins yrði mjög góð í kjölfarið. Það mætti hugsa sér aukinn ferðamannastraum í kjölfarið því umhverifmeðvituðum ferðamönnum fer sífellt fjölgandi.
Gjaldfríar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og almenningsvagnar knúnir af vetni, rafmagni, metani eða öðrum minna mengandi eldsneytisgjöfum myndi án efa vekja heimsathygli. Tökum forystuna í þessum málum, fáum til liðs við okkur stór alþjóðleg fyrirtæki og stígum skrefið til fulls. Verum öðrum þjóðum fyrirmynd í umhverfisvænum almenningssamgöngum. Næg er þekkingin hér á landi og með menn eins og Þorstein Inga ætti okkur að vera kleift að ná langt í notkun umhverfisvænna eldsneytisgjafa......
Þorsteinn: Mun hugsanlega kaupa mér vetnisbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.