Föstudagur, 27. apríl 2007
Svíar taka Monu Sahlin vel
Mona Sahlin, sem var hér á fundi Samfylkingarinnar um daginn, virðist vera að ná ætlunarverki sínu þ.e. að ná jafnaðarmönnum í Svíþjóð upp úr þeirri lægð sem þeir hafa verið í að undanförnu. Í nýrri könnun mælist fylgi Jafnaðarmanna í Svíþjóð um 46,3% og hefur það ekki verið meira í 12 ár. Þau ykkar sem hlustuðu á hana og stöllu hennar í Jafnaðarmannaflokkinum í Danmörku í Silfri Egils hér um daginn sáuð vel hversu frambærilegir stjórnmálamenn eru þar á ferð. Það er skemmtileg tilviljun að á sama tíma eru þrjár konur formenn Jafnaðarmanna á Norðurlöndum, Ingibjörg Sólrún á Íslandi, Mona Sahlin í Svíþjóð og Helle Thorning-Schmidt í Danmörku. Nú er að sjá hvort einhver þeirra nær að feta í fótspor Gro Harlem Brundtland og verða fyrst kvenna forsætisráðherra í heimalandi sínu.
Íslenska þjóðin steig mikilvægt skref í jafnréttisbarátunni þegar hún kaus Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Þannig fengu konur og ungar stúlkur frábæra fyrirmynd sem sýndi þeim að þjóðarleiðtogar þurfi ekki endilega að vera karlar. Nú gefst íslensku þjóðinni tækifæri til að stíga enn stærra skref og tryggja konu í stól valdamesta embættis landsins. Með miklu fylgi Samfylkingarinnar í komandi kosningum gæti það gerst að Ingibjörg Sólrún verði fyrst kvenna til að gegna þessu veigamikla embætti. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt skref það yrði í jafnréttisbaráttunni hér á landi......
Mikil fylgisaukning sænskra jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.