Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Allt sem ekki er sérstaklega leyft skal vera bannað!
Við hjónin höfum nú búið í Bandaríkjunum í að verða eitt og hálft ár. Við höfum verið dugleg að ferðast og erum nú að ferðast um San Francisco og nágrenni. Í fyrradag fórum við á góðan ítalskan veitingastað sem var í göngufjarlægð frá hótelinu okkar. Eftir að hafa rennt niður ljúffengum mat og víni langaði okkur til að panta líkjör og kaffi. En nei! Það var ekki hægt vegna þess að staðurinn hafði einungis léttvínsleyfi en ekki leyfi fyrir sterk vín. Við spurðum þjóninn nánar út í þessar reglur og sagði hann okkur þá frá því að einungis væru gefin út ákveðið mörg leyfi fyrir sterk vín á hverju svæði í borginni og það væri mikill skortur á slíkum leyfum. Ef viðkomandi veitingahúsaeigandi vill selja sterkt áfengi þarf hann að kaupa leyfi af einhverjum sem er á sama svæði og er með leyfi. Verðið á slíku leyfi er nú um 80.000 dollarar (um fimm og hálf milljón ísl. kr) og svo þarf að greiða borginni 5000 dollara (um 350 þúsund ísl. kr.) á ári til að halda leyfinu. Þetta kom mér virkilega á óvart og verður að viðurkennast að undirrituðum fannst þetta ansi skondið sérstaklega verandi staddur í Bandaríkjunum. Hefði ekki komið mér á óvart að stjórnmálamönnum dytti slíkt í hug í Noregi, Svíþjóð eða Íslandi en einhvern veginn býst maður ekki við þessu hér.
Áfengisstefna er í höndum staðbundinna stjórnvalda í Bandaríkjunum. Reglurnar eru mjög mismunandi milli staða. Sums staðar eru þær tiltölulega frjálsar en annars staðar mjög strangar. Ég hef þó ekki enn komið í borg eða ríki þar sem sala áfengra drykkja er algjörlega frjáls. Við Íslendingar ímyndum okkur oft Bandaríkin sem land þar sem fáar reglur gilda og borgurunum sé frjálst að gera nær hvað sem er svo lengi sem það skaði ekki aðra. Raunin er hins vegar allt önnur. Hér ríkja oft á tíðum strangar reglur um ólíklegustu hluti. Þeim er líka framfylgt með hörku og viðurlögin við brotum eru oftast mun harðari en t.d. í Evrópu.
Þessi aðferð sem lýst er hér að ofan varðandi útgáfu framseljanlegra leyfa fyrir sölu sterkra drykkja er áhugaverð að mörgu leyti. Er mér þá hugsað til fyrirhugaðs reykingabanns á veitinga- og skemmtistöðum sem taka á gildi á Íslandi 1. júní á þessu ári. Hvernig væri að nota eitthvert afbrigði af aðferð þeirra í San Francisco til að fjölga reyklausum stöðum í stað þess að banna reykingarnar alfarið? Gefa út ákveðinn fjölda leyfa í hverju hverfi og hafa þau framseljanleg. Með því ætti valkostum þeirra sem kjósa reyklaust umhverfi að fjölga og þeir sem vilja reykja eða stunda óbeinar reykingar geta áfram haft staði til að sækja. Ég tek fram að ég reyki ekki og hef aldrei gert. Það er mér því ekkert sérstakt kappsmál að stuðla að áframhaldandi reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Ég er hins vegar á móti öllum öfgum og tel að ríkisvaldið eigi að kunna sér hófs í að setja íþyngjandi reglur fyrir borgarana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.