Lyf næst dýrust á Íslandi

lyfSamkvæmt könnun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, eru lyf næst dýrust hér á landi af öllum Evrópulöndunum.  Einungis í Sviss eru lyf dýrari.  Almennt virðist allt vera dýrara hér en í öðrum Evrópulöndum nema orkukostnaður og vatnsneysla. 

En hverju er um að kenna?  Smæð markaðarins hefur eitthvað um dýrtíðina að segja og eins hár aðflutningskostnaður.  Orsakirnar fyrir dýrtíðinni hér á landi er að finna í mörgum þáttum en stór þáttur er sú einangrunarstefna sem hér ríkir.  Lagðir eru ofurtollar á matvæli og hér er rekin landbúnarðstefna sem er engum til góðs. 

Hvað varðar hátt verð lyfja er í raun óskiljanlegt að þau þurfi að vera svona dýr.  Við Íslendingar eigum stórt fyrirtæki á lyfjamarkaðnum, Actavis, og er stór hluti starfseminnar hér á landi.  Einhversstaðar sá ég samanburð á verði lyfja frá því fyrirtæki í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar.  Reyndust lyfin mun ódýrari í Danmörku en hér að mig minnir.  Ég man ekki alveg hver svör fyrirtækisins voru þegar þetta bar á góma en gaman væri ef einhver glöggur/glögg sem man eftir þessu greini frá þessu nánar.  Af hverju getur Actavis selt ódýrari lyf í Danmörku en á Íslandi?

Smellið hér til að sjá nánar tölurnar frá Eurostat.


mbl.is Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotvopnaeign í Bandaríkjunum

nraÞað hlýtur að koma að því að Bandaríkjamenn fari að endurskoða skotvopnalöggjöf sína í kjölfar þessa hryllilega atburðar.  Lög um skotvopn í Bandaríkjunum eru mjög frjálslynd og tiltölulega auðvelt er fyrir allan almenning að útvega sér hverskyns skotvopn.  Víðast annarsstaðar, t.d. á Norðurlöndunum, er erfitt að fá skotvopnaleyfi og held ég að Bandaríkjamenn hljóti að fara að líta til Norðurlandanna hvað varðar nýja löggjöf um skotvopnaeign.   Það er t.d. tiltölulega auðvelt að verða sér úti um skammbyssur í Bandaríkjunum en þær er hægt að fela innan klæða og smygla inn á svæði sem vopnaburður er ekki leyfður.

Samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association/NRA, eru gríðarlega sterk hagsmunasamtök og hafa þau beitt sér fyrir rúmri skotvopnalöggjöf frá upphafi.  Ef frambjóðendur hafa vogað sér að tala fyrir strangari skotvopnalöggjöf hafa samtökin beitt sér af krafti gegn viðkomandi frambjóðanda.  Máttur þeirra er mikill og hefur þeim oft tekist að eyðileggja stjórnmálaferil margra mætra manna og kvenna sem hafa vogað sér að ljá máls á strangari löggjöf.  Nú hlýtur almenningur í Bandaríkjunum hins vegar að rísa upp gegn þessum hörðu hagsmunasamtökum og öðrum talsmönnum rúmrar skotvopnalöggjafar og krefjast breytinga.   Það er kominn tími á að herða skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum.  Það verður ekki auðvelt að koma slíkri löggjöf í gegn en ástandið hlýtur að kalla á harðari löggjöf.


Nokkur græn skref í Reykjavík

alliristraetoÉg fagna þeim grænu skrefum sem meirihlutinn í Reykjavík hyggst nú taka á næstunni.  Sérstaklega fagna ég því að til standi að gefa námsmönnum frítt í strætó en hefði þó kosið að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu stigið það skref til fulls í sameiningu og komið á gjaldfríum almenningssamgöngum fyrir alla að fordæmi Keflavíkur og Akureyrar.  En þetta fyrsta skref er ágætt upphafsskref í þá átt og verður forvitnilegt að fylgjast með því í haust hvort að námsmenn nýti sér þessa miklu kjarabót og leggji bílum sínum eða selji.

Í aðgerðaráætluninni er einnig talað um ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, tvöföldun göngustígar frá Ægissíðu og upp í Elliðárdal, sérstaka sorptunnu fyrir dagblöð, vistvæn ökutæki fyrir borgarstarfsmenn o.fl..   Allt eru þetta atriði sem mér líst stórvel á og ástæða til að taka slíku átaki fagnandi.   Það má þó alltaf gera betur og hefði ég t.d. vilja sjá heildarátak í umbótum á göngu- og hjólreiðastígum í borginni.  En þetta eru s.s. góð upphafsskref og vonandi fáum við að sjá meira af þessu hjá núverandi meirihluta í borginni......


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Óvenju hagstætt lán!" - 16,55%

Um daginn setti ég hér inn auglýsingu frá S-24 þar sem auglýst var "hagstætt" lán og talið upp að hægt væri að nota það til að kaupa hitt og þetta s.s. húsbúnað ýmiskonar.  Ég velti þá upp þeirri spurningu hvort að einhversstaðar í heiminum þætti svona auglýsing eitthvað annað en brandari eða móðgun við neytendur.  Áfram heldur S-24 að auglýsa þessi "kostakjör" og í Fréttablaðinu í dag birtist eftirfarandi auglýsing:

ovenjuhagstaettlan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Væri ekki nær að neytandinn sem sést neðst í auglýsingunni væri með reiðisvip?  Varla eru neytendur á Íslandi ánægðir með að greiða 16,55% vexti?  Er ástandið virkilega það slæmt að fólk kippi sér ekki upp við svona auglýsingu?

Sérstaka athygli mína vekur eftirfarandi texti í auglýsingunni:

"Tilboðslánið hentar vel til að greiða niður óhagstæðar skuldir, eða láta draumana rætast, hvort sem það er eldhúsinnrétting, uppþvottavél, framkvæmdir heimafyrir eða eitthvað annað...... þitt er valið....."

Það að fá lán á 16,55% "kostakjörum" á sem sagt að vera sérstakur hvati til að fara út í ýmiskonar fjárfestingar fyrir heimilið.

Halda viðkomandi að neytendur séu fífl?   Eða er almenningur kannski orðinn svo vanur þessu vaxtaokri að hann bara stekkur á þessi kostakjör og fer að spandera hægri vinstri?

 

  


Friður kominn á í Norður-Írlandi?

belfastÍ dag berast stöðugt fréttir af sprengingum, mannránum og fleiri hörmungum frá Mið-Austurlöndum.  Gríðarleg vandamál eru til staðar á svæðinu og þá sérstaklega í Palestínu og Írak.  Fjöldi fólks deyr þar daglega og heimurinn er að verða ónæmur fyrir fréttum um að 100 manns hafi dáið í Írak þennan daginn og 20 í Palestínu hinn.

Hér áður fyrr báurst slíkar fréttir reglulega frá Norður-Írlandi. Fólk var orðið dofið fyrir slíkum fréttum frá landinu græna, staðan var vonlaus og fólk taldi að svona yrði þetta sennilega um ókomna tíð.  Að fara til Belfast sem "túrhestur" var jafn fáránlegt og að ferðast til Íraks í miðri innrás Bandaríkjanna fyrir fjórum árum.  En svo gerðist eitthvað og deiluaðilar fóru allt í einu að geta talað saman. Menn sáu að þetta gæti ekki gengið svona lengur og friðarviðræður hófust sem virtust vera af heilhug beggja deiluaðila.  Mikilvægt var líka að við stjórn í Lundúnum var maður sem vildi leysa þetta mál.

Í dag sé ég ekki fyrir mér að deilur við botni Miðjararhafs eigi eftir að leysast á næstu árum.  Er ansi hræddur um að áframhald verði á fréttum af mannslátum, mannránum, sprengingum og öðrum hörmungum.  En ef deiluaðilar hafa virkilegan áhuga á að leysa málin með friðsamlegum hætti ættu þeir að líta til N-Írlands og sjá hvernig hægt er að skera á hnútanna.   Til þess að af friði geti orðið er mikilvægt að Bandaríkjastjórn breyti stefnu sinni á svæðinu og síni einlægan vilja til að leysa málin. Lausn á málum Palestínumanna er lykilatriði til að sátt náist á svæðinu....


mbl.is Blair: Sögulegt samkomulag á Norður-Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin tekur fylgi frá Sjálfstæðisflokki, VG og Frjálslyndum

frettabladskonnunSamkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins fær Íslandshreyfingin 5% fylgi og virðist vera sem það fylgi sé helst sótt til Sjálfstæðisflokks, VG og Frjálslyndra.  Fylgi flokkanna samkvæmt þessari könnun er eftirfandi:

Sjálfstæðisflokkur: 36,1%
VG:  23,3%
Samfylkingin:  21,0%
Framsóknarflokkurinn:  9,4%
Íslandshreyfingin:  5,0%
Frjálslyndir:  4,4%

Ef horft er til síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins er fylgisbreytingin flokkanna sem nú eru á Alþingi þessi með tilkomu hins nýja framboðs:

Sjálfstæðisflokkur:  - 2,8%
VG:  - 2,4%
Samfylking:  +1,8%
Framsókn:  +0,1%
Frjálslyndir:  -1,3%

Á þessu má sjá að tilkoma Íslandshreyfingarinnar hefur mest áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokks, VG og Frjálslynda.  Framsókn heldur sínu og Samfylkingin bætir við sig tæpum tveimur prósentum þrátt fyrir þetta nýja framboð.

Það virðist því vera sem umhverfisvænir Sjálfstæðismenn hugi sig til hreyfings yfir í hið nýja framboð og eins umhverfisverndarssinnar sem stutt hafa VG en eru þó staðsettir nær miðju eða til hægri í pólitík.  Einnig er ljóst að Margrét tekur með sér fylgi úr Frjálslyndum og yfir í Íslandshreyfinguna.
mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumlegt happdrætti VG

ommigrillarilVG ætlar að fara af stað með happdrætti til styrktar flokknum í komandi kosningum.  Það verður að segjast að vinningarnir í þessu happdrætti eru í frumlegari kanntinum.  Meðal vinninga eru t.d.:

-  Grillveisla með öllu tilheyrandi í garðinum hjá Ögmundi Jónassyni
- Helgardvöl fyrir fjölskyldu í gestahúsi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, æskustöðvum Steingríms J. Sigfússonar flokksformanns. Frjáls afnot af hestum, báti og fjallajeppa fylgja. Er vinningurinn í boði Steingríms og ábúenda og er virði hans metið 75 þúsund krónur.
- Kvöldstund við taflborðið með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.
- Heimsókn til Ingibjargar Hjartardóttur og Ragnars Stefánssonar í Svarfaðardal og kvöldverð hjá þeim að svarfdælskum hætti.
- Hljóðversupptaka undir stjórn Heiðu í Unun og Elvars Sævarssonar.
 
Það verður gaman að sjá hverjir hljóta þessa vinninga.  Forvitnilegt væri t.d. að vera vitni að grillveislunni hjá Ögmundi ef menn eins og Hannes Hólmsteinn eða hægrisveiflukóngurinn Hjörtur vinna þann vinnning.  Þá yrði sennilega afar glatt á hjalla.........

Sjá frétt á visi.is
 
 

Thelma Ásdísardóttir byrjar að blogga

typing2-web-RS-264x386Það er oft fróðlegt að kíkja á síðuna "Ný blogg" hér á blog.is.  Ef rennt er yfir listann yfir nýja bloggara rekst maður nefnilega oftar en ekki á ný og áhugaverð blogg.  Stundum eru þetta vinir eða kunningjar og stundum einhver þekktur úr þjóðfélaginu.   Rakst í dag á ansi áhugavert nýtt blogg en það er á vegum hennar Thelmu Ásdísardóttur.   Bloggið má nálgast á slóðinni:

http://thelmaasdisar.blog.is/blog/thelmaasdisar/

Býð Thelmu hjartanlega velkomna í hóp okkar bloggara.  Mun fylgjast reglulega með bloggi þessarar hugrökku konu, býst fastlega við að hún hafi mikið fram að færa......


VG í áframhaldandi sókn - Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi

logoCapacent_A_S__3306DKSamkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup er VG í áframhaldandi sókn en Sjálfstæðisflokkur tapar hins vegar fylgi.  Virðist nú vera sem VG sé orðinn helsti keppinautur Sjálfstæðisflokksins.  Fylgi flokkanna samkvæmt þessari nýjustu könnun er eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkur: 36,2%
VG: 27,6%
Samfylkingin: 19,7%
Framsókn: í 8,6%
Frjálslyndir: 6,6%

Tímsasetningin á þessari könnun er þannig að Íslandshreyfingin er ekki inni í henni en spennandi verður að sjá hvaða áhrif það framboð mun hafa á fylgi annarra flokka.  Það fáum þó ekki að sjá fyrr en í næstu könnun Capacent Gallup sem verður væntanlega í næstu viku.

Annars er það eftirtektarvert að Framsókn virðist ekki ætla að ná sér upp fyrir tíu prósentin og ef fram sem horfir verður um sögulegt tap þess flokks að ræða í komandi Alþingiskosningum.  Samfylkingin mælist í kringum 20% eins og hún hefur gert að undanförnu og stóra spurningin er hvort Íslendingar séu orðnir það vinstrisinnaðir að þeir hverfi frá forystu frjálslynds jafnaðarmannaflokks á vinstri vængnunum yfir í forystu sósíalísk flokks á þeim væng......



mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða áhrif mun Íslandshreyfingin hafa á fylgi annarra flokka?

islandshreyfinginNú er það orðið endanlega ljóst, Ómar og Margrét munu bjóða fram lista í öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum í vor.  Ég bjóst reyndar við meiri upplýsingum víst þau voru að blása til slíks blaðamannafundar.  Bjóst t.d. að þau væru alla vegana tilbúin með nöfn allra þeirra sem eiga að leiða listana í hverju kjördæmi og eins að málefnin væru komin meira á hreint.

Þau hafa sennilega metið það sem svo að þrátt fyrir að framboðið sé ekki að fullu tilbúið væri nauðsynlegt að koma fram með framboðið í þessari viku enda einungis sjö vikur til kosninga.  Væntanlega verður þá annar blaðamannafundur fyrir páska þar sem framboðslistar verða kynntir auk helstu stefnumála.

Stóra spurningin núna er hvaða áhrif framboðið mun hafa á fylgi annarra flokka.  Ef framboðið tekur t.d. mest fylgi af VG er það væntanlega þróun sem Ómari hugnast lítt.   Markmiðið hlýtur að vera að taka fylgi frá stjórnarflokkunum tveimur sem eru jú stóriðjuflokkar landsins.

Bíð spenntur eftir næstu Gallup/Capacent könnun sem mælir styrk þessa nýja framboðs og hvaðan það tekur helst fylgi.........

mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 33212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband