Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Spilakassar hverfi af Skólavörðustíg og Rauðarárstíg....

spilakassiÍ inngangi fréttar í Fréttablaðinu í gær segir:

"Leiðbeinandi tillögur um neytendavernd barna gera meðal annars ráð fyrir að spilakassar muni hverfa úr verslunum í skólahverfum. Einnig kveður á um að unglingar undir átján ára aldri fái aðeins debetkort sem eru síhringikort."

Þetta þýðir þá væntanlega það að spilakassar á Skólavörðustíg og á Rauðarárstíg munu hverfa þaðan.  Eins og kunnugt er er Austurbæjarskóli og Tjarnarskóli í því hverfi og væntanlega er ekki bara átt við skólahverfi í úthverfunum.  Eða hvað.....


Áhugaverð ESB könnun Fréttablaðsins

europeNiðurstöður könnunar Fréttablaðsins um hug kjósenda til aðildarumsóknar að ESB eru um margt áhugaverðar.  Það áhugaverðasta í þessari könnun er afstaða kjósenda þeirra flokka sem hafa verið hvað neikvæðastir í garð ESB aðildar.

Þannig vilja t.d. 56,9% Sjálfstæðismanna hefja aðildarviðræður, 52,7% Vinstri-grænna og 60% Framsóknarmanna.  Það er því greinilegt að flokksforystan í þessum flokkum er ekki að hlusta á meirihluta flokksmanna í þessum málum.   Almennir flokksmenn vilja fara í aðildarviðræður en Geir, Steingrímur J. og Guðni vilja hinsvegar ekki taka slíkt skref.

Nú þegar atvinnulífið og almenningur í landinu er farið að hallast meir og meir að aðildarumsókn og upptöku Evrunnar er spurning hversu lengi forysta þessara þriggja flokka geta hunsað slíkt og þá sérstaklega vilja sinna eigin flokksmanna.  

Það er spurning hvort að næstu Alþingiskosningar muni snúast fyrst og fremst um aðild Íslands að ESB og hvaða stefna verði þá ofaná hjá Sjálfstæðiflokki, VG og Framsókn.


Ítarleg umfjöllun National Geographic um Kárahnjúkavirkjun

karahnjukarÍ nýjasta hefti National Geographic er að finna ítarlega grein um Kárahnjúkavirkjun, aðdragandann að tilurð stíflunnar og áhrifum hennar á náttúru landsins.  Greininni fylgja mjög góðar myndir eftir Jonas Bendiksen.   Hér er hægt að nálgast greinina og myndirnar á vef tímaritsins:

http://ngm.nationalgeographic.com/2008/03/iceland/del-giudice-text

Og hér er stutt video:

http://ngm.nationalgeographic.com/video/player?titleID=1410474562

National Geographic er mikilsvirt blað og er gefið út í miklum fjölda eintaka um heim allan.  Það er því áhugavert að kynna sér sýn blaðsins á þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar.  Hvet alla áhugasama til þess að lesa greinina.


Að þýða greinar getur verið vandasamt verk....

morgunbladid_hausÁ bls. 20 í Morgunblaðinu í dag er þýdd grein eftir Norman Mannea sem fjallar um hatursástand það sem ríkir á Ítalíu eftir að rúmenskur sígauni myrti ítalska konu.   Í þýðingunni kemur eftirfarandi setning m.a. fyrir:

"Fall kommúnismans leysti úr læðingi mikla mannlega orku, en fyrst á eftir átti sér stað furðulegur og kaldrifjaður flutningur forréttinda og eigna innan gömlu "nómenklatúrunnar" og ný, almenn barátta í anda tegundavals Darwins."

Já, það getur verið vandasamt að þýða flókinn texta yfir á íslensku.  Allir sem hafa stundað ritgerðasmíð á háskólastigi þekkja þann vanda.    Oft verður útkoman algjörlega óskiljanleg eins og á svo sannarlega við í þessu tilfelli hjá Morgunblaðinu....


Frítt í strætó fyrir námsmenn 16 ára og eldri en ekki fyrir börn og unglinga..

Reykjavik_straeto_logoEitt af því besta sem fráfarandi meirihluti í borginni skilur eftir sig er tilraun hans til að gefa námsmönnum frítt í strætó.  Spennandi verður að sjá þegar fyrstu tölur um aðsókn í vagnanna birtast hvort að raunveruleg aukning hefur verið á farþegafjöldum og þá hversu mikil. 

Það verður þó að teljast einkennileg staða að námsmenn eldri en 16 ára fái frítt í strætó á meðan grunnskólanemendur þurfa að borga.  Öryrkjar þurfa einnig að borga í strætó á meðan framhaldsskóla- og háskólanemendur fá frítt.  Þannig getur t.d. 40 ára mastersnemi í HÍ farið í strætó í allan vetur frítt á meðan börn, unglingar og öryrkjar þurfa að borga.

En auðvitað þarf einhversstaðar að byrja og framtakið er gott.  Ef þessi tilraun tekst vel hlýtur sjálfsagt framhald að felast í því að stjórn Strætó bs skoði það alvarlega að hafa almenningssamgöngur gjaldfrjálsar fyrir alla.   Ef viðbrögðin verða góð er aldrei að vita nema hér sé komin lausn á þeim umferðarhnútum sem nú myndast á morgnana og á kvöldin.

Það er þó ekki nóg að hætta að taka gjald fyrir almenningssamgöngur til að auka notkun þeirra til muna.  Til þarf að koma mun heildstæðari aðgerðir.  Þannig þarf t.d. að stórauka tíðni ferða á álagstímum, reisa biðskýli sem halda vatni og vindum, endurnýja vagnaflotann, skipuleggja betra göngu- og hjólreiðastíganet og margt fleira.  Allt kostar þetta peninga og það væri ekki órökrétt að ríkisstjórnin kæmi að slíku átaksverkefni enda inniheldur stefnuyfirlýsing hennar fyrirheit um eflingu almenningssamgangna í landinu.

Með samstilltu átaki má bjarga Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu öllu frá því að líkjast Houston í Texas meir og meir.  Stórefldar almenningssamgöngur geta gert rándýrar umferðarslaufur og fjögurra akreina stofnbrautir óþarfar. Þannig má færa rök fyrir því að fjármunir sem lagðir verða í eflingu almenningssamgangna skili sér aftur í formi minna fjárausturs í rándýr umferðarmannvirki sem á endanum skila því einu að sundurgrafa borgina....


Eru Norðmenn ríkir, hrokafullir, óáhugaverðir og/eða vingjarnlegir?

noregurÍmynd þjóðar er eitthvað sem hverri þjóð er hugleikið.  Nú hefur utanríkisráðherra Noregs ákveðið að kanna hver ímynd Norðmanna er út á við.   Undirritaður ólst upp í Noregi frá 6 mánaða til 5 ára aldurs auk þess sem ég dvaldi þar mörg sumur á uppvaxtarárum, vann m.a. í fjóra mánuði við skógarhögg í uppsveitum Oslóborgar.   Mér þykir vænt um Noreg, land og þjóð.   Hér heima hef ég hins vegar orðið var við ákveðna stimplun á Norðmönnum.  Ungt fólk telur margt Danmörku vera fyrirheitna landið, þar er jú allt svo afslappað og skemmtilegt.  Ódýr bjór og svona.  Norðmenn og Noregur eru hins vegar gamaldags og "púkó".  Þar eru allir uppi á fjöllum með Fjallraven útbúnaðinn sinn og mæta svo í vinnunna með "madpakke", rúgbrauð með geitaosti eða eitthvað álíka.

Ég er sannfærður um að svona staðalmyndir af þjóðum séu yfirleitt rangar eða a.m.k. ansi ýktar.  Vissulega eru margir heilsusamlegir í Noregi og vissulega eru margir Danir "ligeglad".  Það er hins vegar ekki fyrr en fólk prófar að búa í viðkomandi landi sem það getur myndað sér skoðun á menningu þjóðar sem eitthvað vit er í.   Jafnvel þó það búi í viðkomandi landi getur það ekki alhæft um heila þjóð.  Það er t.d. allt önnur stemning/menning í Osló en í Þrándheimi, allt öðruvísi lifnaður í Kaupmannahöfn en í sveitum Jótlands o.sfrv.

Veit fólk t.d. að Osló hefur lengi verið ein mesta heróínborg á Norðurlöndum?  Þar deyja fleiri úr of stórum skammti af heróíni árlega en t.d. í Kaupmannahöfn.  Veit fólk að sjálfsvígstíðni Dana er hærri per íbúa en flestra annarra Norðurlandanna?  Samræmist það þeirri ímynd að vera alltaf "ligeglad"? Erum við Íslendingar hoppandi álfar sem allir eru listrænir með afbrigðum?

Það er vissulega gaman að svona staðalmyndum en þær eiga sjaldan við heilu þjóðirnar.   En til þess að enda þetta á staðalmynd þá vil ég segja að Norðmenn eru vingjarnlegir, mikið í útivist og þar er ákaflega gott að búa......


mbl.is Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi breytir um kúrs

bjornIngiBjörn Ingi Hrafnsson leiðtogi Framsóknarmanna í borginni hefur farið mikinn eftir kosningar og gagnrýnt tilvonandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Hefur hann m.a. tekið undir með mörgum flokksfélögum sínum og tengt hugsanlega stjórn þessara flokka við Baug.  Ég fór að velta því fyrir mér hvernig samstarfsflokknum í borginni finnist þessi framganga Björns þ.e. að kalla Sjálfstæðisflokkinn handbendi Baugs.   Björn Ingi sagði m.a. þetta í pistli þann 17. maí síðastliðinn:

"Óskastjórnin

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hlýtur að vera kátur núna. Kannski dýrasta lesendabréf Íslandssögunnar hafi þá borgað sig eftir allt saman?

Hreinn lét prenta aukablað DV í hundrað þúsund eintökum til þess að geta komið fram með opnugrein sína um draumaríkisstjórnina: ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.

Og nú er hún að verða að veruleika. Hreinn hlýtur að verða ánægður. Hann færði rök fyrir því að slík stjórn gæti tekið á margvíslegum og brýnum verkefnum, t.d. einkavæðingu í mennta, heilbrigðis- og orkugeiranum."

Sjá hér

Nú virðist hins vegar sem Björn Ingi sé farinn að sjá eftir þessu og aldrei að vita nema samstarfsaðilar hans í borginni hafi bent honum á hversu óviðeigandi þetta sé.  Í nýjasta pistli sínum segir Björn Ingi nefnilega eftirfarandi:

Við framsóknarmenn eigum ekki að dvelja um of við ásakanir og vonbrigði vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Vissulega eru mikil viðbrigði að fara í stjórnarandstöðu eftir tólf ára samstarf, en í því felast auðvitað allskonar tækifæri sem Framsóknarflokkurinn á hiklaust að nýta sér.

Nýrri ríkisstjórn fylgja auðvitað góðar óskir, ég vona að Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki auðnist að vinna landi sínu og þjóðinni gagn á næstu árum. Ég er hið minnsta staðráðinn í að veita henni öflugt og málefnalegt aðhald; hæla henni þegar vel er gert, en gagnrýna þegar það á við.

Í því er fólgin mikil breyting og áskorun fyrir mann sem um margra ára skeið hefur varið ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks af mikilli íþrótt. En tímarnir breytast og nú er flokkurinn minn utan landsstjórnarinnar.

En sjálfur er ég auðvitað hluti af meirihluta í borgarstjórn og þar blasa við óteljandi verkefni á mörgum sviðum; spennandi hlutir að gerast."

Sjá hér

Hvað kom Birni Inga í "allt annan gír"?  Fékk hann tiltal frá sínum nánasta samstarfsfélaga í borginni?

 


Svik og ekki svik

JonSigurdssonIVRNú er Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins farinn að tala um svik Sjálfstæðismanna og er jafnframt farinn að uppnefna tilvonandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Rétt eftir kosningar var hann spurður að því hvort að Framsókn gæti farið í stjórn með slíkan skell á bakinu. Þá sagði hann eitthvað á þá leið að það væri lýðræðislega rétt að Framsókn drægi sig útúr þeim þreifingum og þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem framundan væru og gæfu öðrum keflið.

Í dag er hinsvegar allt annað hljóð í formanninum. Hvað breyttist?

Eina vitið

Jon_Sigurdsson2Þessar svokölluðu stjórnarviðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa verið ansi vandræðalegar.  Það var alveg á hreinu frá því að úrslit kosninganna voru ljós að ekkert vit var fyrir Framsóknarflokkinn að fara áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Ástæður þess eru nokkrar:

1. Sú stjórn hefði aðeins haft stuðning 48,3% kjósenda í landinu og væri því minnihlutastjórn hvað fylgi varðar.
2. Sú stjórn hefði haft aðeins eins þingmanns meirihluta og það hefði því þurft lítið útaf að bregða til að hún félli og styrkur slíkrar stjórnar sem á líf sitt undir einum þingmanni yrði aldrei mikill.
3. Framsóknarflokkurinn kom stórlaskaður út úr þessum kosningum, beið sögulegan ósigur.  Fylgið nú var það lægsta í yfir 90 ára sögu flokksins.  Nú er tími til að fara í stjórnarandstöðu, byggja sig upp og koma tvíefldir til næstu kosninga.
4. Framsóknarflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til þess hvort halda eigi áfram í núverandi stjórnarsamstarfi.  Margir þungavigtarmenn innan flokksins höfðu lýst því yfir að áframhaldandi stjórnarsamstarf kæmi ekki til greina. Forystan hefði því ekki haft sterkt bakland ef ákveðið hefði verið að fara áfram með þessa stjórn.
5. Þingflokkur Framsóknarflokksins telur aðeins 7 þingmenn.  Ef flokkurinn hefði fengið 4 ráðherra í nýrri stjórn hefðu því einungis þrír þingmenn átt að sjá um formennsku í mikilvægum nefndum og einn af þeim hefði t.d. þurft að gegna stöðu þingflokksformanns.  Flokkurinn hafði því einfaldlega enga burði til þess að vera í tveggja flokka stjórn.

Af öllu þessu má ljóst vera að tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mikið feigðarflan fyrir báða flokka og þá sérstaklega Framsókn.  Í raun hefði það verið forvitnileg "stúdía" að sjá hvernig slík stjórn hefði spjarað sig.  Það er trú undirritaðs að Framsóknarflokkurinn sé að gera rétt með því að hætta í núverandi stjórn og byggja sig þess í stað upp á næstu árum.....


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða stjórn vill þjóðin helst?

kosningaurslitFréttablaðið birti á dögunum könnun þar sem spurt var hvaða stjórn kjósendur vilji helst að verði mynduð í kjölfar kosninganna.  Að mínu mati er slík könnun algjör óþarfi.  Það nægir einfaldlega að skoða úrslit kosninganna til að sjá hvaða stjórn hefur mesta fylgi hjá kjósendum.  Ef reiknað er fylgi ólíkra stjórnarmynstra kemur eftirfarandi út:

Tveggja flokka stjórnir:

D + S  = 36,6% + 26,8% =  63,4% = 43 þingmenn

D + VG = 36,6% + 14,3% =  50,9% = 34 þingmenn

D + B = 36,6% + 11,7% = 48,3% = 32 þingmenn


Þriggja
flokka stjórnir:

S + VG + B = 26,8% + 14,3% + 11,7% = 52,8%  = 34 þingmenn

D + B + F = 36,6% + 11,7% + 7,3% = 55,6% = 36 þingmenn

Á þessari samantekt sést að flestir kjósendur eru á bakvið tveggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, eða um 63,4%, og næst flestir á bakvið þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra. 

Langminnsta fylgið yrði á bakvið tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða einungis 48,3% sem er minnihluti kjósenda.   Þessir tveir flokkar myndu þá stýra stærsta sveitarfélagi landsins með minnilhuta atkvæða á bakvið sig ásamt landinu öllu.   Spurning hversu lýðræðislegt kjósendum finnst það vera.......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband