Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 16. mars 2007
Afnám ríkiseinokunnar á léttu áfengi
Margar skoðanakannanir hafa verið gerðar í gegnum tíðina um afstöðu kjósenda í þessu máli og hefur komið í ljós að þeir vilja breytingu. Almenningur vill leyfa léttvín og bjór í verslanir og afnema þar með einokun ríkisins á sölu þessarar vöru. Ef að Alþingi treystir sér ekki til þess að taka afstöðu í málinu legg ég til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það. Fordæmin eru fyrir hendi þar sem tvær af "öllum" þeim fimm þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar hafa verið hér á landi hafa verið um brennivínnið. Já, það hafa aðeins verið haldnar fimm þjóðaratkævðagreiðslur á landinu og tvær þeirra hafa snúist um áfengi. Síðasta þjóðaratkævðagreiðslan þar sem þjóðinni var treyst til að taka afstöðu til einstaka máls fór fram árið 1944 þegar íslenska þjóðin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta (nítíu og eitthvað prósent) að Ísland skyldi verða lýðveldi.
Hér er sögulegt yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur á Fróni:
1908 Aðflutningsbann á áfengi samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
1916 Atkvæðagreiðsla um hvort taka ætti upp þegnskylduvinnu á Íslandi. Sú tillaga var felld og eftirminnilegt tæki í baráttunni gegn þessu var eftirfarandi vísa:
Ó hve margur yrði sæll
Og elska myndi landið heitt
Mætti hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.
1933 Ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema aðflutningbann á áfengi.
1918 Þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á fullveldi Íslands
1944 Þjóðaratkvæðagreiðsla um að Ísland skyldi verða lýðveldi.
Af hverju hafa íslensk stjórnvöld ekki treyst þjóðinni fyrir fleiri málum? Af hverju eru mun færri þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum? Af hverju mátti þjóðin til dæmis ekki kjósa um fjölmiðlafrumvarpið? Var henni ekki treystandi til þess?
Auðvitað ætti meirihlutinn á Alþingi að leyfa löggjafarsamkundunni að taka afstöðu til afnáms einokunnar á áfengissölu. En ef Alþingi treystir sér ekki til að taka afstöðu í þessu máli þá er rökrétt að leyfa þjóðinni að ákveða þetta. Fordæmin eru svo sannarlega fyrir hendi þó þau séu að verða aldargömul......
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Íslenska útrásin á fullu blússi
Íslenskir fjárfestar eignast meirihluta í Kilroy Travels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Myndir frá Kárahnjúkum og nágrenni
Fyrir all nokkru síðan stofnaði ég "grúppu" á myndasíðunni www.flickr.com þar sem hugmyndin er að safna saman myndum frá Kárahnjúkum og nágrenni. Þarna væri gaman að fá sem flestar myndir af svæðinu, fyrir virkjun, á meðan virkjunarframkvæmdum stendur og eins eftir að framkvæmdum hefur lokið og lónið er orðið fullt. Ef þið hafið myndir á tölvutæku formi hvet ég ykkur til þess að skrá ykkur á flickr og bæta myndunum í þessa grúppu. Slóðin er:
http://www.flickr.com/groups/karahnjukar/
Nú þegar eru komnar um 230 myndir frá 146 einstaklingum af svæðinu og margar þeirra eru mjög góðar. M.a. eru nokkrir sem sett hafa myndir þarna inn sem starfa á svæðinu og hafa því aðstöðu til að taka annarskonar myndir en við hin þar sem starfsmenn hafa jú betri aðgang að svæðinu en almenningur.
Tilgangur þessarar síðu er að safna á einn stað myndum af þeim breytingum sem verða á svæðinu með tilkomu virkjunarinnar. Með slíku safni mynda verður auðveldara fyrir fólk að meta hver áhrif virkjunarinnar eru og eins er þetta ágætt safn fyrir framtíðarkynslóðirnar til að sjá hvernig svæðið var fyrir tilkomu virkjunarinnar og lónsins.
Endilega kíkið þarna inn og setjið inn ykkar myndir af svæðinu ef þið eigið einhverjar til á lager.
Höfundur myndarinnar sem fylgir blogginu er Elísabet Vilmarsdóttir og er hún tekin á Kárahnjúkum. Fleiri myndir eftir Elísabetu má sjá hér: http://www.flickr.com/photos/betusmaximus/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Stórgóð greining á stöðu flokkanna!
Ég má til með að mæla með bloggi sem ég var að lesa. Bloggið fjallar um stöðu flokkanna í dag og bloggarinn heitir Hreinn Hreinsson. Hann hefur bloggað lítið að undanförnu en þegar hann tekur sig til hefur það verið stórfínt og nýjasti pistilinn er algjör snilld. Pistilinn má nálgast hér:
http://www.hreinsi.blog.is/blog/glerhusid/
Kíkið endilega þarna inn ef þið hafið áhuga á að lesa greiningu margreynds stjórnmálaplottara og pælara á stöðunni í dag.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Eru nýju framboðin of sein að koma fram með lista?
Forvitnilegt verður að sjá hvort af þessum framboðum verður og þá hverjir skipa sætin á listunum. Fyrr en það gerist er ómögulegt að spá fyrir um styrkleika þessara framboða og áhrif þeirra á fylgi annarra flokka.....
Miðvikudagur, 14. mars 2007
30% námslána yrðu að styrkjum eftir nám
Hér verð ég að vera ósammála Björgvini G. Sigðurssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Hann talaði um það á Alþingi í kvöld að leggja ætti til að 30% námslána breyttust í styrki að framhaldsnámi loknu. Ég tel að margt annað komi framar í forgangsröðina í málefnum LÍN en það að breyta lánum í styrki eftir að námi lýkur. Reyndar hef ég verið mjög stoltur af því að því að Ísland hafi farið þessa leið en ekki t.d. leið Dana þar sem námsmenn fá styrki og hanga svo í námi alltof lengi. Það að um lán sé að ræða eykur kostnaðarvitund námsmanna og hvetur þá til að klára námið á tilsettum tíma.
Það sem ég myndi setja efst á forgangslistan í námslánamálum er það að upphæðin sem hægt er að fá að láni dugi fyrir helstu nauðsynjum á meðan námstímanum stendur. Svo er ekki núna. Námslánin eru um 80 þúsund á mánuði og af því fer um 50 þúsund í leigu. Eftir standa um 30 þúsund í mat, síma, föt, bækur og aðrar nauðsynjar. Allir sjá að ekki er hægt að lifa af 30 þúsund krónum á mánuði í þeirri dýrtíð sem nú ríkir. Það ætti því að vera algert forgangsmál að hækka framfærsluna en ekki að breyta námslánum í styrki eftir að námi lýkur.
Annað sem þarf að bæta er að gera fólki sem tekur sér námshlé eftir grunngráðu í háskóla kleyft að fara í meira nám (masternsám) án þess að þurfa að taka markaðslán til að brúa bilið sem skerðing námslána vegna tekna skapar. Það er nefnilega þannig að nær allir sem fara í masternám eftir námshlé þurfa að búa við skerðingu á framfærslu vegna tekna sem þeir hafa áunnið sér í námshléinu. Þetta er oft fólk sem hefur komið sér upp fjölskyldu og íbúð og öðrum skuldbindingum og samkvæmt núverandi kerfi á það ekki að fá þessar heilu 80 þúsund krónur á mánuði heldur er sú upphæð skert verulega vegna tekna. Þessu þarf að breyta.
Það eru mörg önnur mál sem ættu að vera í meirum forgangi í menntamálum en þessi 30% umbreyting lána í styrk að námi loknu. Þar er efst á blaði að námsmenn geti lifað af námslánunum en komi ekki úr námi með gríðarlega há yfirdráttarlán og önnur markaðslán sem þeir hafa neyðst að taka vegna lágrar framfærslu hjá LÍN.
30% námslána breytist í styrki að námi loknu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Kristilegi þjóðarflokkurinn - Nýtt framboð?
Hér á blog.is er búið að stofna síðuna www.krist.blog.is/blog/krist/. Á síðunni kemur eftirfarandi fram:
"Kristin stjórnmálasamtök koma hér fram á vettvang þjóðmála. Við heilsum íslenskri þjóð og heitum því að vinna henni vel, trú kristinni lífssýn, manngildishugsjón og siðferðisgildum."
Og:
"Kristinn stjórnmálaflokkur mun sannarlega verða að veruleika, á auglýstum stofnfundi, en við ætlum að gefa honum góðan tíma til vandaðs undirbúnings. Fram að þeirri stofnun munum við, ýmsir höfundar, kynna hér stefnumál okkar, áherslur og margt annað gott og gefandi sem á erindi á þessar síður."
Ennfremur:
"Við stefnumótun kristins stjórnmálastarfs höfum við m.a. litið til Kristilega þjóðarflokksins (Kristelig Folkeparti, KF) í Noregi, en hann hefur náð miklum árangri í þingkosningum á seinni árum, jafnvel setið í sjö ár að embætti forsætisráðherra."
Ég hef hvergi séð umfjöllun um þennan Kristilega þjóðarflokk og les ég þó blöðin ansi vel. Hvaða fólk er þarna á ferð? Er stefnt á framboð í vor? Þekkir einhver til þessa stjórnmálaflokks?
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Ný könnun - Verður VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins í vor?
VG er því óumdeilanlega á mikilli siglingu þessa dagana og nú er spurning hvort um áframhaldandi fylgisaukningu verði að ræða fram að kosningum eða hvort flokkurinn sé að toppa tveimur mánuðum fyrir kosningar og muni svo missa fylgi jafnt og þétt fram að 12. maí. Ef siglingin heldur áfram fer VG að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins og getur með sama áframhaldi náð því að verða stærsti flokkur landsins.
En hvað haldið þið? Nær VG að skáka Sjálfstæðisflokknum í vor? Verður VG stærsti stjórnmálaflokkur landsins eftir kosningar? Verða Steingrímur J. og Ögmundur í lykilstöðu við næstu stjórnarmyndun? Takið endilega þátt í könnuninni hér til vinstri á síðunni þar sem spurt er: Nær VG að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í vor?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Skýrsla um Evrópumál
Ég er nú búinn að kíkja aðeins á nýútkomna skýrslu nefndar um Evrópumál og lesa niðurstöðukaflann. Mér sýnist í fljótu bragði sem hér sé komið ansi gott og aðgengilegt rit um þessi mál sem löngu var kominn tími á. Skýrslan er um 130 bls. á lengd og virðist vel unnin.
Í stuttu máli komast skýrsluhöfundar að því að EES samningurinn haldi en að auka þurfi þátttöku Íslendinga í öllu Evrópustafi í gegnum hann. Það má auðvitað deila um þessa niðurstöðu nefndarinnar en hægt er að lesa sérálit nefndarmanna úr einstökum flokkum í lokin og kynna sér þeirra sjónarhorn á Evrópumálin.
En sem sagt; stórgott framtak sem ætti að gefa okkur kjósendum færi á að kynna okkur þessi mál ítarlega og mynda okkur skoðun í kjölfarið.....
Skýrsluna má nálgast í heild með því að smella hér.
EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. mars 2007
VG þarf að ná 21,8% til að slá Íslandsmet í fylgisaukningu
Í síðustu færslu kallaði ég eftir upplýsingum um mestu fylgisaukningu flokka á Íslandi á milli kosninga. Þetta gerði ég til að sjá hvort að VG væri á leiðinni að slá Íslandsmet í fylgisaukningu. Auðvitað hefði ég getað grúskað í þessu sjálfur en ég veit eins og svo kom á daginn að líklegt væri að einhver hreinlega vissi þetta og myndi svara kalli mínu. Það var hann Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur sem hafði svar á reiðum höndum og var það eftirfarandi:
"Síðan að fjórflokkurinn varð til í byrjun fjórða áratugarins á Alþýðuflokkurinn metið þegar að hann bætti við sig 12,9% fylgi árið 1978. Næstur er Framsóknarflokkurinn en hann bætti við sig 11,6% árið 1959 og svo Sjálfstæðisflokkurinn 11,4% árið 1991. Þannig að VG stefnir í að slá öll met í fylgisaukningu."
Sjá hér
Þetta sýnir okkur hversu öflugur miðill bloggið er, hér er hægt að varpa fram spurningu um hin ýmsu málefni og fá svör innan nokkurra klukkutíma. Hér eru á sveimi sérfræðingar í nær öllu.
Þar sem VG fékk 8,8% í síðustu kosningum þarf flokkurinn að ná 21,8% fylgi (auka fylgið um 13%) í kosningunum í vor til að slá þetta gamla Íslandsmet Alþýðuflokksins frá árinu 1978. Næstu kosningar geta því verið sögulegar í meira en einum skilningi. VG mun slá Íslandsmet í fylgisaukningu ef fram sem horfir. Verður þá óhætt að tala um eina mestu vinstrisveiflu í íslenskum stjórnmálum fyrr og síðar......
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir