Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Er VG að verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins?
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og verðandi Alþingismaður fyrir VG, skrifar um nýja könnun Mannlífs á bloggi sínu í dag. Þar segir hann eftirfarandi:
"Tímaritið Mannlíf hefur kannað fylgi við stjórnmálaflokkanna undanfarna mánuði. Nýjasta könnunin er birt í þessari viku en hún var tekin dagana 24. - 26. febrúar sl. Úrtakið í könnuninni er tæplega 4500 manns og 61% taka afstöðu, eða tæplega 2800 kjósendur. Um 31% eru óákveðin.
Samkvæmt þessari könnun fær Sjálfstæðisflokkurinn 33,2% en fékk um 35% í síðustu könnun, Vinstri græn fá 28,5% en voru með um 22% síðast. Samfylking er þriðji stærsti flokkurinn með 22,3% samanborið við um 24% síðast, Framókn með 9,2% sem er óbreytt og Frjálslyndir með 6,9% en þeir voru með um 10% í síðustu könnun.
Þessi könnun staðfestir það sem allar aðrar kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að Vinstri græn eru með góðan byr í seglin og eru næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Fylgi VG hefur verið að aukast jafnt og þétt marga undanfarna mánuði. Það vekur vissulega athygli í þessari könnun að munurinn á milli VG og Sjálfstæðisflokks er minni en á milli VG og Samfylkingar. Samanlagt eru VG og Samfylking með rúm 50% atkvæða meðan ríkisstjórnarflokkarnir tveir ná aðeins 42,4%.
Allt bendir því til stjórnarskipta í vor og að Vinstri græn verði helsti burðarás nýrrar ríkisstjórnar. Sannarlega spennandi tímar í vændum." Sjá hér
Þessi könnun sem Árni vitnar í er því í nokkru samhengi við síðustu Gallupkönnun þar sem VG mældist með um 27,7% og Sjálfstæðisflokkur með um 34,5%. Munurinn á VG og Sjálfstæðisflokki er því um 6,8% í Gallupkönnuninni en ekki nema um 4,7% samkvæmt Mannlífskönnuninni sem gerð var í þessari viku. Bilið milli Sjálfstæðisflokks og VG virðist því stöðugt vera að minnka og verður forvitnilegt að sjá hver þróunin verður í næstu Gallupkönnun, þ.e. hvort bilið milli Sjálfstæðisflokks og VG muni halda áfram að minnka eða hvort að VG nái jafnvel að skríða fram úr Sjöllum.
Uppgangur VG er með ólíkindum, flokkurinn var með um 8,8% í síðustu kosningum og ef kosningarnar í vor fara eins og ofangreindar kannanir benda til bætir flokkurinn við sig um 20% á milli kosninga. Forvitnilegt væri að vita hvort slíkt yrði þá met í íslenskri kosningasögu, þ.e. að flokkur bæti við sig heilum 20% á milli kosninga. Ef einhver er með þetta í kollinum þá má hann eða hún endilega kommenta á þetta blogg og upplýsa okkur um það hvort einhver flokkur hafi áður náð að bæta við sig 20% á milli kosninga.
Svo er stóra spurningin hvort að sigling VG haldi áfram og flokkurinn nái að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, sérstaklega þegar haft er í huga að Sjálfstæðisflokkurinn mælist yfirleitt stærri í skoðanakönnunum en hann svo fær í kosningum. Ef VG verður stærstur í vor verður aldeilis hægt að tala um "pólaríseringu" í íslenskum stjórnmálum. Þá væri þjóðin ekki að færa sig aðeins til vinstri á stjórnmálavængnum heldur væri hægt að tala um sannkallaða vinstribyltingu enda VG ansi vinstrisinnaður flokkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. mars 2007
66,4% vilja ekki einkavæða Landsvirkjun!
Fyrir nokkru setti ég af stað könnun hér á blogginu þar sem ég spurði eftirfarandi spurningar: Á að einkavæða Landsvirkjun? (sjá hér vinstra megin á síðunni). Nú hafa 116 manns svarað í könnuninni og staðan er sú að um 66,4% vilja ekki einkavæða Landsvirkjun, 31,9% vilja einkavæða hana og um 1,7% sögðust ekki vita hvort það ætti að einkavæða eða ekki. Sem félagsvísindamaður vil ég taka fram að svona netkannanir eru á engan hátt marktækar ef ætlunin er að kanna vilja þjóðarinnar í þessum málum. Það eina sem þetta segir okkur er hvert álit þeirra sem kíkja hér inn á síðuna, og ákveða svo að taka þátt í könnuninni, er.
Tilefni þess að ég ákvað að setja þessa könnun af stað er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn og Geir H. Haarde vilja einkavæða Landsvirkjun. Geir lýsti yfir vilja sínum til að selja Landsvirkjun í ræðu á landsþingi flokksins í október 2005 og sagði þá m.a.:
"Við eigum líka eftir að einkavæða í raforkugeiranum. Þar liggur mikið almannafé bundið. Ég sé fyrir mér að eftir nokkur ár verði tímabært að selja Landsvirkjun til langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóða."
Það er mín tilfinning (ekki bara byggt á þessari óvísindalegu netkönnun hér til hliðar) að mikill meirihluti landsmanna sé á móti því að selja Landsvirkjun og þar með raforkuframleiðsluna í landinu. Landsmenn vita að ríkisrekstur í þessum geira er mun skárri kostur en einokun einkafyrirtækis eins og dæmin sanna, t.d. í Bandaríkjunum. Það ætti að vera krafa kjósenda í landinu að fá skýr svör frá Sjálfstæðisflokknum um fyrirætlanir flokksins í þessum málum. Ég skora hér með á fjölmiðlafólk að ganga á Geir og annað Sjálfstæðisfólk, og spyrja þau hvort til standi að selja Landsvirkjun ef flokkurinn verður í næstu ríkisstjórn......
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. mars 2007
"Nautasæði sem hárnæring"
Ég skrepp stundum í sund í Vesturbæjarlaugina. Af einhverjum ástæðum liggur nýjasta eintak Bændablaðsins oft þar í bunkum og tek ég yfirleitt eintak með mér, mér til fróðleiks og skemmtunnar. Þar er hægt að lesa margt gagnlegt t.d. um nýjungar í landbúnaði . Í blaðinu er einnig oftast að finna margar skondnar fréttir sem ekki sjást í öðrum miðlum. Til að byrja með langar mig til þess að deila eftirfarandi forsíðufrétt úr síðasta tölublaði með ykkur:
"Nautasæði sem hárnæring
Ef hár þitt er glanslaust og strítt ættir þú að athuga þann möguleika að smyrja nautasæði í lokkana. Það ráðleggur breskur hárgreislumeistri a.mk.
Verulegt magn af dönsku nautasæði gæti verið á leiðinni í breskar hárgreiðslustofur. Í london hefur hárgreiðslumeistari nefnilega boðið upp á sérstaka nautasæðismeðferð á hári.
Fyrir sem svarar 620 dkr. getur viðskiptavinurinn fengið hár sitt meðhöndlað með nautasæði og muldum jurtarótum, að sögn fréttastofunnar ananova.com. Efnunum er nuddað í hársvörðinn , viðskiptavinurinn fær því næst gufuhjálm á höfuðið og að lokum er hárið þurrkað.
Meðferðin tekur 45 mínútur og árangurinn ku vera mjúkt og þykkt hár" Heimild: Bændablaðið 27. febrúar."
Það er greinilegt að þarna sér ritstjórn Bændablaðsins sóknartækifæri fyrir íslenska bændur og um að gera að kýla á þetta hér á landi.
Aðrar fréttir sem vöktu athygli mína í þessu eintaki Bændablaðsins báru fyrirsagnir eins og:
"Nýtt riðutilfelli í Hrunamannahreppi"
"Bólusetning ásetningslamba gegn garnaveiki"
"Ekki sjálfgefið að raforkuframleiðsla sé gullnáma" (var búið að segja Geira og Nonna frá þessu?)
"Leita mynda af svarfdælskum kirkjum"
"Enn er deilt hvort minnkur sleppi úr búrum eða ekki"
"Í fjarnámi með slímlínutengingu"
"Brjóstmynd af Lenín á Suðurskautslandinu
"Kínverskir bændur í uppreisnarhug"
"Hamingjan mikilvægari en peningarnir"
"Indónesía heldur upp á ár gríssins án gríss"
"Fræðslufundur um geldstöðufóðrun"
"Framleiðnisjóður styrkir rannsóknir á veiruskitu"
Af ofantöldu er ljóst að Bændablaðið markar sér mikla sérstöðu á íslenskum blaðamarkaði. Blaðið hefur bæði fræðslugildi varðandi það sem er að gerast í landbúnaðarmálum á Íslandi og svo hefur það ótvírætt skemmtanagildi eins og ofangreind dæmi sanna. Hvet alla til að kíkja öðru hvoru á Bændablaðið.......
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Who killed the electric car?
Eins og ég hef áður sagt frá þá er ég í klúbbi með nokkrum góðum vinum sem koma saman mánaðarlega, horfa á heimildamynd og ræða svo um myndina í kjölfarið. Á fimmtudaginn horfðum við á mynd sem ber titilinn "Who killed the electric car?" Myndin er mjög áhugaverð og fjallar um rafmagnsbíl sem General Motors þróaði og framleiddi í einhverjum hundruðum eintaka. Rafmagnsbíll þessi var í reynsluakstri hjá hópi fólks, m.a. frægra leikara svo sem Mel Gibson. Bíllinn er sagður hafa verið besti rafmagnsbílinn sem framleiddur hefur verið. Hann var mun hraðskreiðari en fyrri rafmagnsbílar voru og hægt var að keyra nokkuð langt á einni hleðslu. Nokkrir sem höfðu bílinn til reynslu tala um kosti hans í myndinni og allir voru þeir mjög ánægðir og vildu hafa bílinn áfram.
En á einhverjum tímapunkti ákvað GM að innkalla alla bílana og voru þeir eyðilagðir og settir í brotajárn. Fólkið sem var með bílinn til reynslu fékk ekki að kaupa sitt eintak og vildi fyrirtækið frekar gera úr bílunum brotajárn en að selja þá.
Kenningin sem ýjað er að í þessari mynd er sú að olíuframleiðendur hafi komið þessum nýja og öfluga rafmagnsbíl fyrir kattarnef. Olíuframleiðendur keyptu t.d. fyrirtæki sem hafði fundið upp nýja og öfluga rafgeyma og kom í veg fyrri framleiðsluna samkvæmt því sem kemur fram í myndinni.
Við ræddum um það á eftir að eins og svo oft er með svona myndir þá var umfjöllunin nokkuð einhliða í þessari. Þ.e. hún var greinilega gerð til þess að styðja við þessa kenningu um að olíufélögin hafi komið í veg fyrir framleiðsluna og sjónarhorn GM og olíufyrirtækjanna er ekki mikið reifað. Það eru þó einhver viðtöl við þá sem sátu hinum megin við borðið og sögðu þeir m.a. að það hafi einfaldlega ekki verið markaður fyrir bílinn.
En þetta var s.s. áhugaverð mynd sem ég hvet alla til að horfa á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. mars 2007
Glæpatíðni í Bandaríkjunum
Samkvæmt skýrslu sem rannsóknarnefnd á vegum bandarískrar lögreglu (PERF) hefur gefið út hefur ofbeldisglæpum fjölgað í stærstu borgum Bandaríkjanna síðan 2004 og í sumum borgum hafa þeir tvöfaldast. Þetta er að gerast þrátt fyrir að viðurlög í Bandaríkjunum sé með því strangasta sem gerist í vestrænum ríkjum. Refsiharkan í Bandaríkjunum er mjög mikil og þar trúa menn á það að slíkt sé fyrirbyggjandi. Undirliggjandi ástæða fyrir refsiþyngdinni er einnig hefnd samfélagsins gegn þeim sem af sér brýtur. Ef skoðaður er samanburður milli ríkja OECD á fjölda fanga í aðildarríkjunum sést að Bandaríkin skera sig úr hópnum svo um munar:
Convicted adults admitted to prisons - Number per 100 000 population, 2000
Sjá hér
Súlan fyrir Bandaríkin hreinlega kemst ekki fyrir á myndinni út af því að talan fyrir þau er svo miklu miklu hærri en hinna ríkjanna. Í Bandaríkjunum eru um 468 fangar á hverja 100.000 íbúa miðað við t.d. um 50 á Ítalíu. Þessi tala er lægst á Íslandi eins og sést á myndinni en þar eru rúmlega 20 fangar á hverja 100.000.
Tvær skýringar eru líklegastar á þessum gífurlega fjölda fanga í Bandaríkjunum. Annars vegar getur það verið að tíðni glæpa sé hærri þar en hins vegar að þyngd refsinga sé mun meiri þar en í hinum ríkjunum. Það er tilfinning mín að seinni skýringin sé mun líklegri þó svo að tíðni glæpa sé örugglega ekki lægri þar en annarsstaðar. Bandaríkjamenn trúa á mjög þungar refsingar í öllum málaflokkum en árangur þessarar stefnu virðist standa á sér.
![]() |
Ofbeldisglæpum fjölgar í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 9. mars 2007
Innlegg í jafnréttisurmæðuna...
Mikil umræða hefur verið um jafnréttismál að undanförnu. Hefur sú umræða farið út í full mikla hörku á köflum að mínu mati. Ég fékk sent myndband í dag þar sem slegið er á létta strengi í þessum málum en með alvarlegum undirtón þó. Það býr nefnilega ansi mikill boðskapur í þessu myndbandi sem ég hvet alla til að horfa á. Tær snilld:
Föstudagur, 9. mars 2007
78% fjölgun farþega í strætó á Akureyri!

"Enn fjölgar ferðþegum með Strætisvögnum Akureyrar. Fjölgunin var 78% i síðasta mánuði, en var 60% í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Það hefur verið frítt í strætó frá áramótum og samkvæmt þessari könnum virðast sífellt fleiri nýta sér þennan ferðamöguleika.
Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í nýliðnum febrúarmánuði var meðalfjöldi farþega á dag 1.226.
Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgunin orðið á öllum leiðum og á öllum tímum dags."´ Sjá nánar hér.
Nýjustu tölur frá Akureyri benda s.s. til þess að fjölgunin á milli ára sé 78% eftir að gjaldið var fellt niður. Ekki veit ég hvaða rannsóknir Gísli Marteinn var að vitna til en ég get alla vegana bent á fjölmörg dæmi og rannsóknir um það að farþegum fjölgi mjög mikið við niðurfellingu gjalds í almenningssamgöngur.....
Föstudagur, 9. mars 2007
Steingrímur J. Sigfússon næsti forsætisráðherra?

Kosn 2003 | 7.feb | 1.mar | 9.mar | ||
% | menn | % | % | % | |
D-listi | 34 | 22 | 37 | 36 | 35 |
B-listi | 18 | 12 | 9 | 10 | 9 |
F-listi | 7 | 4 | 9 | 7 | 6 |
S-listi | 31 | 20 | 22 | 23 | 22 |
V-listi | 9 | 5 | 21 | 24 | 28 |
Heimild: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item146553/.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist smám sanan vera að missa fylgi eftir því sem líður að kosningum, Framsókn virðist ekki ganga vel að rífa sig upp fyrir tíu prósentin og Samfylkingin virðist standa í stað í kringum 22 prósentin. Stóru tíðindin eru náttúrulega þau að í könnun eftir könnun er stjórnin fallin. Ef þetta gengur eftir er því ljóst að við munum sjá annað stjórnarmynstur í vor en verið hefur. Ef kaffibandalagið heldur, og VG verður ennþá næststærsti flokkurinn, hlýtur Steingrímur að gera tilkall til forsætisráðherrastólsins í slíkri stjórn. VG yrði þá leiðandi í slíkri ríkisstjórn og ljóst að Steingrímur og Ögmundur yrðu allt annað en frjálslyndir í sínum áherslum.
Ýmislegt getur þó gerst fram að kosningum og það er mikilvægt að hafa í huga að um 40% kjósenda eru enn óákveðnir. Mín spá er sú að Samfylkingin og Framsókn munu styrkjast fram að kosningum en Sjálfstæðisflokkur og VG muni veikjast. Mesta óvissan felst í því hvaða áhrif fyrirhugað grænt framboð Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns muni hafa á fylgi flokkanna sem fyrir eru á Alþingi. Slíkt framboð gæti tekið mikið frá VG vegna umhverfisáherslanna og eins Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn skilgreinir sig til hægri í pólitík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. mars 2007
Sameining háskóla
Í viðskiptalífinu tíðkast það að sameina fyrirtæki til að ná fram ákveðinni samlegð og hagræðingu. Oft rjúka bréf í fyrirtækjum upp ef fréttist af fyrirhugaðri sameiningu. Á höfuðborgarsvæðinu eru reknir þrír háskólar af opinberu fé. Þetta eru Háskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands, og Listaháskóli Íslands. Allir hafa þessir skólar sína eigin yfirbyggingu, rektor er starfandi í öllum skólunum, nemendaskráning er í höndum hvers og eins skóla og tölvukerfi skólanna er rekið sjálfstætt. Einhverjar hugmyndir hafa verið um það að undanförnu að sameina KHÍ og HÍ. Ég veit ekki hversu langt þær pælingar eru komnar en veit þó að þreifingar hafa átt sér stað. Listaháskóli Íslands hefur lengi verið í leit að hentugra húsnæði og hafa margir staðir verið nefndir sem valkostir fyrir hann.
Ég vil nú gera það að tillögu minni að LHÍ og KHÍ renni báðir undir hatt Háskóla Íslands og LHÍ fái nýtt hús á lóð HÍ. Slíkri sameiningu ætti að fylgja mikill sparnaður í utanumhaldi auk þess sem skólarnir ættu að njóta hins sterku umgjarðar sem HÍ býr yfir. Má þar t.d. nefna fjöldan allan af skiptisamningum við erlenda háskóla sem nemendur LHÍ og KHÍ myndu njóta ef þeir væru undir hatti HÍ. Nýtt glæsilegt hús fyrir Listaháskólann myndi njóta sín vel á háskólalóðinni og myndi færsla skólans efla samfélagið í HÍ sem og innan LHÍ. T.d. mætti hugsa sér meira samstarf viðskiptadeildarinnar og listaháskólans þar sem nemendur LHÍ gætu e.t.v. tekið sérhæfð námskeið í því að markaðssetja hönnun og list sína.
Sameining þessara þriggja háskóla hefur marga augljósa kosti en fáa sjáanlega galla.
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Straumur-Burðarás á útleið?
Björgólfur Thor gagrnýnir stjórnvöld harðlega fyrir að breyta og þrengja reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í alþóðlegri mynt. Segir hann slíkar reglur knýja fyrirtæki eins og Straum-Burðarás til að hugsa um aðra valkosti hvað staðsetningu varðar. Ef þetta er tilfellið er ljóst að krónan fer að verða okkur ansi dýrkeypt. Einhverntíman um daginn töluðu stjórnarflokkarnir um að ekki þyrfti að taka upp Evru því að það væri bara hægt að leyfa fyrirtækjunum í landinu að gera upp í Evrum. Það væri ekkert mál. Svo varð Davíð pirraður í Seðlabankanum, hringdi í Geir sem svo breytti reglunum all snarlega.
Persónulega finnst mér þessi mál meira aðkallandi en hvort málamyndaákvæði sé sett í stjórnarskránna varðandi auðlindir sem þjóðareign. Ákvæði sem er búið að taka gríðarlegan tíma undanfarna daga en skilar engu samkvæmt túlkun Geirs á því. Á meðan eru stórar fjármálastofnanir að hugleiða flutning frá landinu vegna aðgerða stjórnvalda. Væri ekki nær að hugsa um hvernig eigi að bregðast við þessu heldur en að búa til ákvæði sem segir eitt í fyrstu tveimur setningunum en ógildir svo þær setningar með síðustu setningunni? Hvernig væri að setjast niður og búa fjármálafyrirtækjum og útflutningsfyrirtækjum í landinu þolanalegt vinnuumhverfi? Skoða þarf hvort mögulegt sé að rýmka þessar uppgjörsheimildir eða hvort t.d. sé kominn tími á að hugleiða Evrópusambandsaðild af einvhverri alvöru ásamt upptöku Evru....
![]() |
Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
malacai
-
godsamskipti
-
agbjarn
-
agustolafur
-
arnih
-
arnith
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldvinj
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
gattin
-
bryndisisfold
-
davidlogi
-
dofri
-
dst
-
egillrunar
-
esv
-
eirikurbergmann
-
ea
-
feministi
-
freedomfries
-
gummisteingrims
-
gun
-
gunnlaugur
-
haukurn
-
hlynurh
-
maple123
-
tulugaq
-
hrannarb
-
hreinsi
-
ivarb
-
jonthorolafsson
-
jonornm
-
julli
-
kristjanb
-
kristjanmoller
-
maggib
-
graskerid
-
maron
-
nykratar
-
oddgeirottesen
-
palmig
-
runarhi
-
salvor
-
sigmarg
-
safi
-
einherji
-
soley
-
stebbifr
-
kosningar
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
tommi
-
vefritid
-
tharfagreinir