Þriðji flokkur Kristins

kristinnKristinn H. Gunnarsson er svo sannarlega kameljón íslenskra stjórnmála.  Hann hóf feril sinn sem þingmaður Alþýðubandalagsins árið 1991, var síðan utan flokka um tíma þar til hann svo gekk til liðs við Framsóknarflokkinn.  Nú stefnir hann á að ganga í Frjálslynda flokkinn og ef þeir taka honum fagnandi (sem ég efast ekki um að þeir geri) hefur hann verið þingmaður þriggja ólíkra flokka.

Er þetta Íslandsmet?   Gaman væri ef einhver minnugur gæti staðfest það eða hrakið að þetta sé einsdæmi í sögu Alþingis.  Ég myndi giska á að þetta sé met en endilega kommentið við þessa færslu ef þið vitið betur. 


mbl.is Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: áslaug

Eru stjórnmálaflokkar heilög átrúnaðargoð? Er þingmönnum ekki heimilt að skipta um skoðun eins og öðrum, sértaklega ef þeir rökstyðja afstöðu sína eins rækilega og Kristinn H. Gunnarsson gerir? Talsvert hefur verið um það alla tíð að þingmenn og aðrir menn skipti um flokka. Er eitthvað athugavert við það?

áslaug, 8.2.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Er einhver að banna það?  Bentu mér á eitt orð í þessum pistli þar sem ég gagnrýni Kristinn fyrir þetta. Hér er bara verið að fjalla um áhugaverða staðreynd!

Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: áslaug

Sú afstaða sem varð tilefni athugasemdarinnar verður auðveldlega lesin á milli línanna.

áslaug, 8.2.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Nú nú.  Það að vera kamelljón getur verið gott, þau aðlagast vel breyttum aðstæðum.  Ekki get ég fullyrt um hvað þú sér á milli lína hjá fólki en ég var nú einfaldlega að benda á þessa áhugaverðu staðreynd og spurði lesendur hvort þeir vissu af því að það hefði gerst áður að einhver hafi verið þingmaður í þremur flokkum á Alþingi.  Ég er stjórnmálafræðingur og hef áhuga á stjórnmálum frá öllum sjónarhornum.  Ef þetta er einsdæmi í sögu Alþingis þá finnst mér það mjög merkilegt.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 18:04

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nei, Hannibal Valdimarsson, fyrrum ráðherra og forseti ASÍ, faðir Jóns Baldvins Hannibalssonar, var formaður þriggja stjórnmálaflokka; Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, og þingmaður þeirra allra.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2007 kl. 19:54

6 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Takk fyrir þetta Stefán. Þú ert ansi fjölfróður er kemur að stjórnmálum verður að segjast.  Annars var vinur minn einmitt búinn að benda mér á þetta með Hannibal og einnig að tæknilega séð hafi t.d. Jóhanna Sigurðardóttir setið þing fyrir þrjá flokka, Alþýðuflokk, Þjóðvaka og Samfylkingu.

Varðand ummæli Ingvars þá er ég hjartanlega sammála um það að þetta eru engin merki um að Kristinn sé eitthvað verri fyrir vikið.  Enda var þetta alls ekki meint sem eitthvað níð um Krisinn þó sumir virðast leggja þann skilning í þetta.  Kristinn hefur staðið með sinni sannfæringu og ég ber virðingu fyrir honum.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.2.2007 kl. 12:03

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég var reyndar búinn að gleyma Jóhönnu í þessu samhengi en já hún sat vissulega á þingi fyrir þrjú öfl á sínum ferli og flestir sem upplifðu breytingartímana til vinstri fyrir áratug hafa setið fyrir tvö eða þrjú (fáir reyndar) pólitísk öfl.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2007 kl. 01:17

8 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, það er rétt Stefán.  Hvort að Össur hafi ekki setið fyrir þrjú öfl líka...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 10.2.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 33178

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband