Neikvæðar kosningaauglýsingar

efin93lÉg bjó í Bandaríkjunum í um eitt og hálft ár nú fyrir skömmu.  Á þessum tíma upplifði ég þingkosningar og reyndi að fylgjast vel með þeim.  Það eftirminnilegasta við þessar kosningar var að upplifa það hvernig kosningabaráttan er orðin þar í landi en þar dynja á manni neikvæðar auglýsingar um mótframbjóðendur, þessi er latur og mætti aldrei á þing og hinn hefur þegið framlög frá byggingaverktökum o.s.frv.   Sá sem um er fjallað hefur engin tök á því að leiðrétta það sem kemur fram í svona auglýsingum, nema þá helst með því að svara í sömu mynnt.  Þannig myndast vítahringur sem erfitt er að stöðva.

Skömmu eftir að ég kom heim kallaði ég saman hóp vina og horfðum við á heimildamynd sem fjallar að stórum hluta um þetta málefni.  Þar var fylgst með mótframbjóðanda Patricks Kennedys og sýnt hvernig Patrick hóf neikvæða auglýsingaherferð á hendur honum.  Þar var því haldið fram að viðkomandi frambjóðandi, sem var læknir að mennt, hefði ýkt áverka eftir slys og fengið þannig of miklar bætur sem hann notaði svo til þess að mennta sig til læknis.  Algjör skítabomba sem átti sér að sjálfsögðu ekki stoð í raunveruleikanum.  En málið var að þessi mótframbjóðandi Kennedys vildi ekki svara í sömu mynnt og stóð við það þar til þrýstingurinn á hann var orðinn svo mikill að hann lét undan og hóf álíka auglýsingaherferð.  Þar var talað við gamla konu sem hafði leigt Patrick Kennedy herbergi á námsárunum og hélt hún því fram að hann hefði aldrei borgað leiguna.  Ekki veit ég hvað var mikið til í því en alla veganna skilaði þetta þeim árangri að læknirinn var næstum því búinn að fella Kennedy.

Eftir myndina ræddum við þessa þróun og veltum upp þeirri spurningu hvort að þetta sé eitthvað sem við eigum eftir að sjá hér á landi í auknum mæli.   Flestir héldu ekki.   En nú finnst mér sem ég hafi upplifað fyrsta skrefið í þessa átt.   Ein auglýsing sker sig úr fyrir þessar kosningar og það er auglýsing Framsóknarflokksins þar sem spjótum er beint sérstaklega að VG.  Öll auglýsingin snýst um að skíta út VG og í lokin birtist Steingrímur J. í gervi netlöggu.   Reyndar virðist öll kosningabarátta Framsóknar beinast gegn VG þetta árið því slagorðið "Ekkert stopp!" er jú sérstaklega beint gegn VG og er útúrsnúningur af verstu sort.

Ég vona að þetta sé ekki fyrsta skrefið af mörgum í átt að svona neikvæðum auglýsingaherferðum.  Ég vona innilega að þessi taktík Framsóknar heppnist ekki hér á landi og þetta verði aðeins í fyrsta og eina skiptið sem flokkarnir reyni slíka herferð....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 33159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband