Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Heimilin eru með um 72 milljarða í yfirdráttarlán
Samkvæmt frétt á mbl.is skulda heimili landsins um 72 milljarða í yfirdráttarlán. Miðað við 20% kjaravexti bankana í dag þýðir þetta að heimilin greiða um 14,4 milljarða í vaxtargreiðslur á ári (leiðréttið mig endilega ef þetta er rangt, er hvorki hagfræðingur né viðskiptfærðingur). Það væri gott ef einhver hagfræðilega þenkjandi myndi taka saman hvað heimilin eru að borga bönkunum í vexti og verðbætur í heildina miðað við þessar gífurlegu háu tölur sem þarna koma fram. Yfirdráttarlánin eru víst ekki stærsti hluti skuldanna en þetta eru dýrustu lánin og þar með þau óhagsstæðustu.
Sá sem er með 400.000 yfirdrátt á 20% vöxtum í 1 ár borgar fyrir það kr. 80.000 á ári í vaxtagreiðslur. Næsta ár (2008) verður skuldin komin upp í 480.000 og þá kostar það viðkomandi 96.000 kr að hafa þessa peninga á láni á þessum kostakjörum. Eftir tvö ár verður 400.000 kr. skuldin því orðin kr. 574.000 (2009). Ef vextir verða áfram 20% það ár borgar viðkomandi kr. 114.800 í vexti af skuldinni og eftir það ár verður skuldin því orðin kr. 688.800 (2010). Á þremur árum hækkar skuldin því um kr. 288.800. Kostnaður heimilisins á því að fá lánaða peninga á 20% vöxtum í 3 ár er því kr. 288.800. Eins og áður segir er ég hvorki hag- né viðskiptafræðingur og bið því um leiðréttingu á þessu ef þetta eru rangir útreikningar.
Allir sjá að svona geta hlutirnir ekki gengið til lengdar. Að skulda yfirdráttarlán á 20% vöxtum í langan tíma er mikill vítahringur. Einhverntíman segja bankarnir stopp og þá fara margir í þrot. Það er bara spurning um hvenær það gerist.
Efnahagsstefna núverandi ríkisstjórnar kostar almenning gríðarlega háar upphæðir, bæði í vaxtaokri sem Seðlabankinn telur nauðsynlega til að slá á þennsluáhrif efnahagsstefnunnar og eins vegna verðbóta sem fólk verður að borga vegna 8-9% verðbólgu sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur kallað yfir þjóðina.
Það er ljóst að þessi hávaxtastefna auk verðbóta vegna hárrar verðbólgu mun á endanum koma hastarlega niður á heimilinum í landinu. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær.
![]() |
Skuldir heimilanna 716 milljarðar króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Vilja meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál
Samkvæmt könnun Capacent Gallup vilja 72,8% Íslendinga að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þessa kröfu hafa reyndar flestir stjórnmálaflokkarnir skynjað að undanförnu og brugðist við með aukinni áherslu á þessi mál. Það er helst Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur komið fram og lagt spilin á borðið. Framsókn hefur sýnt veikburða tilburði til að sannfæra kjósendur um að flokkurinn vilji staldra við í virkjunarmaníunni en skilaboðin eru samt mjög óljós þaðan og erfitt að sjá að um stefnubreytingu sé að ræða.
Eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur komist upp með að taka ekki afstöðu í þessum málum. Geir H. Haarde hefur ekki komið fram og sagt að nú sé komið nóg, hér beri að staldra við. Ég legg því inn pöntun hjá fjölmiðlafólki þessa lands um að inna hann Geir að því hver stefna flokksins sé í þessum málum. Vill hann áframhaldandi virkjanastefnu eða vill hann staldra við og segja þetta gott í bili?
![]() |
Vilja aukna áherslu á náttúruvernd og umhverfismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Nafnleysi á Netinu - Hluti II
Ég skrifaði í síðustu færslu um nafnleysi á netinu og í því samhengi er þessi dómur sem fjallað er um á mbl.is ansi merkilegur. Það er greinilega mjög erfitt að sanna hvort viðkomandi aðili hafi skrifað hluti sem er skrifað undir "nikki" sem hann hefur stofnað. Sönnunarfærslan er því ansi erfið í þessum málum ef þessi dómur hefur fordæmisgildi.
Af mbl.is:
"Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa viðhaft ærumeiðandi aðdróttanir eða ærumeiðandi móðganir í garð annars manns á umræðuvef vefsíðunnar vísis.is. Ummælin voru skráð undir netfangi, sem maðurinn viðurkenndi að hafa stofnað en hann neitaði að hafa skrifað á spjallsvæðið. Þótti dómnum ekki sannað að svo hefði verið. "
Sjá nánar með því að smella á fréttina hér fyrir neðan:
![]() |
Ekki hægt að sanna hver skrifaði á spjallvef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Nafnleysi á netinu
Mikil umræða var á tímabili um nafnleysi á netinu og sýndist sitt hverjum. Helsta gagnrýnin kom úr röðum blaðamanna og gott ef ritstjóri Morgunblaðsins hafi ekki gengið hart fram í gagnrýni sinni á "nafnleysingjana á Málefnunum". Helstu vettvangar "nafnleysingja" hafa verið á vefum eins og www.malefnin.com, www.barnaland.is og www.alvaran.com. Nú hefur blog.is náð að festa sig í sessi sem einn helsti vettvangur nafnleysingja eins og eftirfarandi "nikk" eru gott dæmi um :
Freedomfries
Púkinn
Launarorðið er frelsi
CactusBuffsack
magaadgerd
Pollurinn
Plato
Allt eru þetta svokallaðir nafnleysingjar á netinu, þ.e. viðkomandi kemur ekki fram undir nafni heldur skýlir sér á bakvið tilbúið nafn. Auk þessara notenda er ómögulegt að sannreyna hvort að aðrir sem skrifa undir "nafni" skrifi undir sínu rétta nafni. T.d. er hér notandi sem skrifar undir nafninu Birgir en þeir sem bera það nafn eru ansi margir og án föðurnafnsins er órekjalegt hver þar er á ferð. Einnig getur hver sem er skrifað undir vitlausu nafni eða dulefni í athugasemdum við bloggið.
Það er því nokkuð skondið að þeir sem hafa gengið hvað harðast fram í gagnrýni sinni á skrif fólks undir nafnleynd standi nú fyrir tveimur af stærstu slíkum vefum á landinu, þ.e. blog.is og barnaland.is. Heitir þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi?
En eftir stendur sú spurning hvort það sé slæmt eða gott að fólk geti tjáð sig undir nafnleynd. Af hverju kýs t.d. sá sem skrifar Staksteina að gera það undir nafnleynd? Af hverju kaus Halldór Laxness að hefja feril sinn í Mogganum með að skrifa undir dulnefninu Snær Svinni á sínum tíma? Af hverju kvitta þeir sem skrifa leiðara Morgunblaðsins ekki undir með nafni?
Mín skoðun er sú að það sé gott fyrir málfrelsið að fólk geti tjáð sig undir dulnefni. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk vill gera það. Sumir gera það t.d. af ótta við að skoðanir þeirra gætu haft áhrif á starfsöryggi þeirra og starfsframa. Ekki er að furða þó fólk hugsi svona ef litið er til aðgerða stjórnvalda t.d. gagnvart Mannréttindaskrifstofu Íslands. Aðrir gera þetta hins vegar til að ata skíti og aur á menn og málefni. Þá þarf að stoppa. Einhvern vegin þurfum við að setja lög og reglur um netið þannig að tryggt sé að hægt sé að rekja ummæli þeirra sem skrifa undir dulnefni til þeirra ef þeir brjóta lög um meiðyrði o.sfrv. Það þarf að vera hægt að sækja þá til saka sem misnota sér það að skrifa undir dulnefni með því t.d. að níða einstaklinga í svaðið eða bera út róg.
Slíku verður þó erfitt að fylgja eftir vegna tæknilegra örðugleika. Þeir sem virkilega vilja brjóta af sér og komast upp með það eiga alltaf eftir að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að þeim verði náð. Opinberir vefir eins og blog.is, barnaland.is og malefnin.com ættu þó að geta gengið undan með góðu fordæmi og setja reglur um þessi mál t.d. hvenær réttlætanlegt sé að gefa upp ip tölur þeirra sem skrifa undir dulnefni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Hvert er leyndarmál Finna er kemur að menntamálum?
Bryndís Schram og Jón Baldvin hafa mikið rætt um velgengni Finna í menntamálum eftir heimkomuna frá Finnlandi og áður Bandaríkjunum. Finnar hafa náð einstæðum árangri í menntamálum og hafa t.d. komið afar vel út úr alþjóðlegum könnunum, svo sem Pisa könnuninni, á hæfni nemenda í stærðfræði. Það áhugaverða við þennan árangur er að þeir virðast ekki eyða meiri peningum í menntakerfið en önnur ríki OECD. Lítum fyrst aðeins á samanburðinn á árangri þjóða OECD í Pisa könnuninni:
Performances on the mathematics scale in PISA 2003. Standard erros are indicated on the graph by the figures in brackets
Heimild: Smellið hér
Eins og sést á þessari töflu standa finnskir nemendur sig best af ríkjum OECD í stærðfræði í þessari könnun. Almennt standa Norðurlönd sig vel og eru öll í efri hópnum en Noregur er á mörkunum. Ísland stendur sig ágætlega í þessum samanburði þó langt sé í frændur okkar Finna. Sérstaklega athygli vekur slæm frammistaða nemenda í Bandaríkjunum sem lenda í sjötta neðsta sæti og eru í hópi með ríkjum eins og Mexíco, Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal.
En lítum næst á hvað ríkin eru að eyða í menntakerfið:
Total expenditure on educational institutions for all levels of education. As a percentage of GDP
Heimild: Smellið hér
Hér er verið að bera saman heildarútgjöld til menntamála (bæði opinbert fé og einkafé) sem hlutfall af landsframleiðslu. Eins og sést á grafinu þá eru Finnar undir meðaltali OECD er þetta varðar. Það virðist því vera sem árangur þeirra sé ekki útaf því að þeir séu að eyða svo miklu í menntakerfið heldur virðist orsökin liggja í einhverju öðru. Athygli vekur að samkvæmt þessu virðast Ísland og Bandaríkin eyða hvað mestu í menntamál af ríkjum OECD en hafa verður í huga að inn í tölum Bandaríkjanna er bæði hið opinbera og einkaskólarnir. Engu að síður hlýtur þetta að vekja upp spurningar um árangur menntakerfisins í Bandaríkjunum. Þeir eyða hvað mestu í menntun en uppskera ekki samkvæmt því, eru í neðri deildinni hvað árangur varðar. Finnar aftur á móti eyða mun minna í þennan málaflokk en eru að ná hvað bestum árangri.
Ef ég væri menntamálaráðherra myndi ég kynna mér rannsóknir á því af hverju Finnar ná svona miklum árangri. Þeir hljóta að vera spennandi fyrirmynd í þessum málum, sérstaklega þar sem þeir virðast nýta féð sem sett er í málaflokkinn mjög vel.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Dauðarefsingar
Nú á að hefja dauðarefsingar í Japan á ný eftir 15 mánaða hlé. Ástæða þessa 15 mánaða hlés var sú að sá sem gegndi stöðu dómsmálaráðherra þetta tímabil, Seiken Sugiura, stöðvaði dauðarefsingar á meðan hann var í embætti þar sem hann sagði þær stríða gegn Búddatrú hans. Hann er ekki lengur í embætti og nú á s.s. að fara að vinna upp þennan "slóðaskap" Sugiura í þessa mánuði sem hann var við störf.
Ég, líkt og flestir Evrópubúar, er algjörlega á móti dauðarefsingum. Það eru hins vegar þjóðir í heiminum sem leyfa dauðarefsingar og eru nokkuð stórtækar þegar að þeim kemur. Bandaríkin eru meðal þessara þjóða ásamt Japan. Ég mun innan skamms fjalla um dauðarefsingar í Bandaríkjunum, m.a. um gæði réttargæslu þeirra sem eru á "death row" og sannanir fyrir því að þar hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar dvalið saklausir menn.
En þangað til bið ég ykkur um að líta á þennan lista yfir ríki sem leyfa dauðarefsingar en það er áhugavert að sjá hvaða þjóðir eru á honum ásamt Japan og Bandaríkjunum:
- Afghanistan
- Antigua and Barbuda
- Bahamas
- Bahrain
- Bangladesh
- Barbados
- Belarus
- Belize
- Botswana
- Burundi
- Cameroon
- Chad
- China (People's Republic)
- Comoros
- Congo (Democratic Republic)
- Cuba
- Dominica
- Egypt
- Equatorial Guinea
- Eritrea
- Ethiopia
- Gabon
- Ghana
- Guatemala
- Guinea
- Guyana
- India
- Indonesia
- Iran
- Iraq
- Jamaica
- Japan
- Jordan
- Kazakhstan
- Korea, North
- Korea, South
- Kuwait
- Kyrgyzstan
- Laos
- Lebanon
- Lesotho
- Libya
- Malawi
- Malaysia
- Mongolia
- Nigeria
- Oman
- Pakistan
- Palestinian Authority
- Qatar
- Rwanda
- St. Kitts and Nevis
- St. Lucia
- St. Vincent and the Grenadines
- Saudi Arabia
- Sierra Leone
- Singapore
- Somalia
- Sudan
- Swaziland
- Syria
- Taiwan
- Tajikistan
- Tanzania
- Thailand
- Trinidad and Tobago
- Uganda
- United Arab Emirates
- United States
- Uzbekistan
- Vietnam
- Yemen
- Zambia
- Zimbabwe
Heimild: Smellið hér
![]() |
Hundrað manns bíða aftöku í Japan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
73% fara einir á einkabíl til vinnu
Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar þá sögðust 73% svarenda aka einir í bíl til vinnu eða skóla á tímabilinu 17. nóvember til 9. desember 2006. Aðeins 4% þeirra fara til vinnu sem farþegar í bíl. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Langhæsta hlutfall ferða í einkabíl er einnig í Reykjavík og fjöldi ekinna kílómetra.
Á heimasíðu Umhverfissviðs segir:
"Í könnuninni var m.a. spurt: Hvernig ferðast þú til vinnu/skóla? Niðurstaðan var að 2% svarenda fóru á reiðhjóli, 7% með strætó, 12% gangandi og 3% á annan hátt. 73% eins og áður sagði á eigin bíl og 4% sem farþegar. Í ljós kom m.a. að 79% karla keyra sjálfir en 67% kvenna. 80% fólks fólk á aldrinum 35-54 keyrir sjálft. Augljóst er af þessari könnun að hjón nota ekki einn bíl til að fara til og frá vinnu heldur fara þau hvort í sínum.
Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár tekið þátt í vinnu við samnorræna umhverfisvísa, þar sem samgöngur í borgum hafa m.a. verið bornar saman. Kannað var árið 2003 hvernig ferðamáta var hagað og er talið að litlar breytingar hafi orðið síðan þá. Borgirnar eru Kaupmannahöfn, Málmey, Gautaborg, Stokkhólmur, Ósló, Reykjavík og Helsinki. Kannað var hvernig borgarbúar færu til og frá vinnu og kom í ljós að Kaupmannahöfn er mesta hjólareiðaborgin en engin borg stendur Reykjavík á sporði í notkun einkabifreiða.
Í norrænu umhverfisvísunum kemur fram að Reykvíkingar eiga met í eknum kílómetrum á einkabílum í samburði við áður nefndar borgir. Loftmengun er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessara miklu notkunar einkabifreiða í Reykjavík en önnur hver bifreið að vetri til er á nagladekkjum sem spæna um malbikið og skapa svifryk."
Mig minnir að ég hafi séð tölur frá Stokkhólmi þar sem þessu var akkúrat öfugt farið, þ.e. um 70% notuðu almenningssamgöngur til að ferðast til og frá vinnu. Ég geri mér grein fyrir því að erfitt verður að koma upp svo jafn öflugum almenningssamgöngum og í Stokkhólmi, og líklega náum við aldrei þessu hlutfalli notenda hér heima, en það er alveg á hreinu að hægt er að auka hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur með heildarátaki.
Ég hef bent á það í nokkrum pistlum hvernig notkun almenningssamgangna hafa aukist í Hasselt í Belgíu, Reykjanesbæ og á Akureyri eftir að gjöld voru felld niður. Í dag ganga strætisvagnarnir á höfuðborgarsvæðinu um hálftómir og nýtingin er fyrir neðan allar hellur. Ein af þeim aðgerðum sem ætti að prufa er að fella niður gjöld í almenningssamöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur reynst vel þar sem það hefur verið gert og ekkert bendir til annars en að sú ætti að vera raunin hér líka.
Hér að neðan má nálgast könnun Félagsvísindastofnunnar í heild.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Gott viðtal við Ólaf Ragnar
Kom seint inn í Silfrið áðan en sá stærstan hluta viðtalsins við Ólaf Ragnar forseta. Verð að segja að viðtalið var mjög gott og það var gaman að sjá þessa tvo snillinga ræða málin saman. Ólafur kom einkar vel út úr þessu viðtali og skýrði m.a. vel út af hverju það var rétt hjá honum að gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa um fjölmiðlalögin. Hann ítrekaði það að hér væri grunnhugsunin í stjórnarskránni að valdið liggi hjá þjóðinni og það væri hún sem ætti að taka afstöðu til ágreiningsmála. Annað sem um var rætt í þessu viðtali var einnig mjög áhugavert og á Egill hrós skilið fyrir að fá Ólaf í þetta viðtal.
En annars skildi ég aldrei af hverju ríkisstjórnin var svona hrædd við að þjóðin fengi að kjósa um þessi lög. Er beint lýðræði virkilega svona hættulegt? Er þjóðin virkilega svo illa gefin að henni er ekki treystandi til þess að taka afstöðu til eins einstaks máls?
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Er beðið eftir banaslysi?
Birgir Þór Bragason varaði við beygjunni á nýju Hringbrautinni talsvert áður en fyrsti bíllinn keyrði á girðinguna og fór yfir á hinn vegarhelminginn. Síðan hafa þrír bílar farið þarna yfir, nú síðast í gær. Ég hreinlega skil ekki af hverju ekkert er gert í þessum málum. Nú eru margir mánuðir eða heilt ár síðan fyrsta atvikið átti sér stað en samt hefur ekkert verið gert til að auka öryggi vegfarenda. Birgir hefur bent á að vegrið á þessum kafla myndi bæta öryggið til muna. Ekkert hefur verið hlustað á þessar ráðleggingar hvað þá að eitthvað hafi verið gert í málunum. Hvað er svona erfitt við að setja upp vegrið á þessum kafla? Kennir nýr meirihluti í borginni sig ekki við framkvæmdastjórnmál?
Ég keyrði þarna um í gærkveldi og nú er ekki einu sinni girðingu til að dreifa og engar ráðstafanir gerðar til að vara fólk við þessari hættu. Hvað gerist ef einhver fer of skarpt í þessa beygju á næstu dögum og það er ekki einu sinni girðing til að draga úr hraða bílsins og hann lendir framan á bíl sem er að keyra úr gagnstæðri átt? Þarf virkilega banaslys til að eitthvað verði gert?
![]() |
Miklubraut lokað vegna áreksturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Hlutfall opinberra starfsmanna 1870-2000
Undirritaður er byrjaður að sanka að sér heimildum fyrir mastersritgerðina sem verður skrifuð á þessu vori. Rakst á ansi góða heimild sem nefnist "Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldarhvörf - Rannsóknarniðurstöður" sem var undir ritstjórn Ómars H. Kristmundssonar. Þar er mikið af upplýsingum um þróun starfsumhverfis ríkisstarfsmanna og m.a. þessi tafla hér:
Heimild: Hér má nálgast alla skýrsluna þar sem þessa töflu er að finna.
Þetta línurit sýnir hlutfall opinberra starfsmanna (bæði ríkisstarfsmanna og starfsmanna sveitarfélaga) af virku vinnuafli árin 1870-2000. Eins og sést þá hefur þetta hlutfall verið sífellt hækkandi frá fyrstu tíð. Það ber þó að hafa í huga þegar svona línurit eru skoðuð að gífurlegar samfélagslegar breytingar hafa orðið á þessum tíma og því t.d. varla samanburðarhæft að bera saman árin 1870 og 2000 í þessu samhengi. En svona upplýsingar eru þó alltaf fróðlegar og lýsandi.
Það sem er hins vegar forvitnilegra er að þessi þróun virðist halda áfram út í hið óendanlega. Enn er þetta hlutfall að hækka. Í því tilliti ber þó að hafa í huga það sem kemur fram í þessari skýrslu og það er að ríkisstarfsmönnum hefur fækkað að undanförnu en á sama tíma hefur starfmönnum sveitarfélaga fjölgað. Rekja má þessa þróun til tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, svo sem tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna.
En spurningin er sem sagt hvort þessi þróun, þ.e. síhækkandi hlutfall opinberra starfsmanna, sé eitthvert lögmál sem ekki verður við ráðið eða hvort ástæða sé til að spyrna við fótum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
malacai
-
godsamskipti
-
agbjarn
-
agustolafur
-
arnih
-
arnith
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldvinj
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
gattin
-
bryndisisfold
-
davidlogi
-
dofri
-
dst
-
egillrunar
-
esv
-
eirikurbergmann
-
ea
-
feministi
-
freedomfries
-
gummisteingrims
-
gun
-
gunnlaugur
-
haukurn
-
hlynurh
-
maple123
-
tulugaq
-
hrannarb
-
hreinsi
-
ivarb
-
jonthorolafsson
-
jonornm
-
julli
-
kristjanb
-
kristjanmoller
-
maggib
-
graskerid
-
maron
-
nykratar
-
oddgeirottesen
-
palmig
-
runarhi
-
salvor
-
sigmarg
-
safi
-
einherji
-
soley
-
stebbifr
-
kosningar
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
tommi
-
vefritid
-
tharfagreinir