Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 26. mars 2007
Friður kominn á í Norður-Írlandi?
Í dag berast stöðugt fréttir af sprengingum, mannránum og fleiri hörmungum frá Mið-Austurlöndum. Gríðarleg vandamál eru til staðar á svæðinu og þá sérstaklega í Palestínu og Írak. Fjöldi fólks deyr þar daglega og heimurinn er að verða ónæmur fyrir fréttum um að 100 manns hafi dáið í Írak þennan daginn og 20 í Palestínu hinn.
Hér áður fyrr báurst slíkar fréttir reglulega frá Norður-Írlandi. Fólk var orðið dofið fyrir slíkum fréttum frá landinu græna, staðan var vonlaus og fólk taldi að svona yrði þetta sennilega um ókomna tíð. Að fara til Belfast sem "túrhestur" var jafn fáránlegt og að ferðast til Íraks í miðri innrás Bandaríkjanna fyrir fjórum árum. En svo gerðist eitthvað og deiluaðilar fóru allt í einu að geta talað saman. Menn sáu að þetta gæti ekki gengið svona lengur og friðarviðræður hófust sem virtust vera af heilhug beggja deiluaðila. Mikilvægt var líka að við stjórn í Lundúnum var maður sem vildi leysa þetta mál.
Í dag sé ég ekki fyrir mér að deilur við botni Miðjararhafs eigi eftir að leysast á næstu árum. Er ansi hræddur um að áframhald verði á fréttum af mannslátum, mannránum, sprengingum og öðrum hörmungum. En ef deiluaðilar hafa virkilegan áhuga á að leysa málin með friðsamlegum hætti ættu þeir að líta til N-Írlands og sjá hvernig hægt er að skera á hnútanna. Til þess að af friði geti orðið er mikilvægt að Bandaríkjastjórn breyti stefnu sinni á svæðinu og síni einlægan vilja til að leysa málin. Lausn á málum Palestínumanna er lykilatriði til að sátt náist á svæðinu....
Blair: Sögulegt samkomulag á Norður-Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. mars 2007
Íslandshreyfingin tekur fylgi frá Sjálfstæðisflokki, VG og Frjálslyndum
Sjálfstæðisflokkur: 36,1%
VG: 23,3%
Samfylkingin: 21,0%
Framsóknarflokkurinn: 9,4%
Íslandshreyfingin: 5,0%
Frjálslyndir: 4,4%
Ef horft er til síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins er fylgisbreytingin flokkanna sem nú eru á Alþingi þessi með tilkomu hins nýja framboðs:
Sjálfstæðisflokkur: - 2,8%
VG: - 2,4%
Samfylking: +1,8%
Framsókn: +0,1%
Frjálslyndir: -1,3%
Á þessu má sjá að tilkoma Íslandshreyfingarinnar hefur mest áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokks, VG og Frjálslynda. Framsókn heldur sínu og Samfylkingin bætir við sig tæpum tveimur prósentum þrátt fyrir þetta nýja framboð.
Það virðist því vera sem umhverfisvænir Sjálfstæðismenn hugi sig til hreyfings yfir í hið nýja framboð og eins umhverfisverndarssinnar sem stutt hafa VG en eru þó staðsettir nær miðju eða til hægri í pólitík. Einnig er ljóst að Margrét tekur með sér fylgi úr Frjálslyndum og yfir í Íslandshreyfinguna.
Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. mars 2007
Frumlegt happdrætti VG
- Grillveisla með öllu tilheyrandi í garðinum hjá Ögmundi Jónassyni
- Helgardvöl fyrir fjölskyldu í gestahúsi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, æskustöðvum Steingríms J. Sigfússonar flokksformanns. Frjáls afnot af hestum, báti og fjallajeppa fylgja. Er vinningurinn í boði Steingríms og ábúenda og er virði hans metið 75 þúsund krónur.
- Kvöldstund við taflborðið með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.
- Heimsókn til Ingibjargar Hjartardóttur og Ragnars Stefánssonar í Svarfaðardal og kvöldverð hjá þeim að svarfdælskum hætti.
- Hljóðversupptaka undir stjórn Heiðu í Unun og Elvars Sævarssonar.
Sjá frétt á visi.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 23. mars 2007
VG í áframhaldandi sókn - Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi
Samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup er VG í áframhaldandi sókn en Sjálfstæðisflokkur tapar hins vegar fylgi. Virðist nú vera sem VG sé orðinn helsti keppinautur Sjálfstæðisflokksins. Fylgi flokkanna samkvæmt þessari nýjustu könnun er eftirfarandi:
Sjálfstæðisflokkur: 36,2%
VG: 27,6%
Samfylkingin: 19,7%
Framsókn: í 8,6%
Frjálslyndir: 6,6%
Tímsasetningin á þessari könnun er þannig að Íslandshreyfingin er ekki inni í henni en spennandi verður að sjá hvaða áhrif það framboð mun hafa á fylgi annarra flokka. Það fáum þó ekki að sjá fyrr en í næstu könnun Capacent Gallup sem verður væntanlega í næstu viku.
Annars er það eftirtektarvert að Framsókn virðist ekki ætla að ná sér upp fyrir tíu prósentin og ef fram sem horfir verður um sögulegt tap þess flokks að ræða í komandi Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist í kringum 20% eins og hún hefur gert að undanförnu og stóra spurningin er hvort Íslendingar séu orðnir það vinstrisinnaðir að þeir hverfi frá forystu frjálslynds jafnaðarmannaflokks á vinstri vængnunum yfir í forystu sósíalísk flokks á þeim væng......
VG áfram í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Hvaða áhrif mun Íslandshreyfingin hafa á fylgi annarra flokka?
Þau hafa sennilega metið það sem svo að þrátt fyrir að framboðið sé ekki að fullu tilbúið væri nauðsynlegt að koma fram með framboðið í þessari viku enda einungis sjö vikur til kosninga. Væntanlega verður þá annar blaðamannafundur fyrir páska þar sem framboðslistar verða kynntir auk helstu stefnumála.
Stóra spurningin núna er hvaða áhrif framboðið mun hafa á fylgi annarra flokka. Ef framboðið tekur t.d. mest fylgi af VG er það væntanlega þróun sem Ómari hugnast lítt. Markmiðið hlýtur að vera að taka fylgi frá stjórnarflokkunum tveimur sem eru jú stóriðjuflokkar landsins.
Bíð spenntur eftir næstu Gallup/Capacent könnun sem mælir styrk þessa nýja framboðs og hvaðan það tekur helst fylgi.........
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Sögulegur dagur í íslenskum stjórnmálum!
Samkvæmt frétt á mbl.is hafa Ómar og Margrét boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 14, þar sem þau hyggjast kynna nýtt framboð til Alþingis undir heitinu Íslandshreyfingin. Þetta er því sögulegur dagur í íslenskum stjórnmálum því það gerist ekki oft að nýtt stjórnmálafl komi fram og það verður spennandi að sjá hver stefna nýja framboðsins verður í öðrum málum en umhverfismálum og eins hvaða frambjóðendur eru á listum í einstaka kjördæmum.
Verð með stillt á þá sjónvarpsstöð sem sýnir frá fundinum kl. 14.......
Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Þegjandi samþykki um klám?
Þegar ég var að alast upp (og langt fram á fullorðinsárin) man ég eftir fréttum í blöðum og sjónvarpi um að lögreglan hafi gert "rassíu" á hinni og þessari videoleigunni og gert klámspólur upptækar. Það voru svo sem ekki hörð viðurlög við þessu en viðkomandi þurfti alla vegana að greiða sekt að mig minnir auk þess sem það hlýtur að hafa verið óþægilegt fyrir eigendurna að lenda í slíkri húsleit. Á undanförnum árum heyrir maður ekki um slíkar rassíur lengur. Það virðist vera sem að lögreglan og löggæsluyfivöld hafi með sér þegjandi samþykki um að leyfa klám í hvaða formi sem er á Íslandi.
Ekki vantar framboðið því svokallaðar hjálpartækjabúðir eða erótískar búðir selja slíkt efni í stórum stíl og bjóða m.a. viðskiptavinum upp á að fá slíkt heimsent.
Það sem mig langar að varpa fram er spurningin hvort að um meðvitaða ákvörðun hafi verið að ræða hjá lögreglu og löggæsluyfirvöldum um að leyfa klámefni eða hvort að þetta hafi bara hreinlega gleymst. Lögin eru til staðar og ekkert hefur breyst hvað þau varðar sem skýrir þetta aukna umburðarlyndi gagnvart klámi. Var tekin meðvituð ákvörðun um að láta þetta óafskipt? Og ef svo er, hvers vegna?
Annars er erfitt að skilgreina klám. Fæstir eru væntanlega t.d. á móti því að í kvikmyndum bregði fyrir erótískum ástarsenum þar sem nekt leikara er mikil. Það hlýtur hins vegar að vera í verkahring löggjafans, lögreglu og löggæsluyfirvalda að skilgreina hvað klám er. Lög sem ekki er farið eftir missa trúverðugleika og fólk hættir að taka mark á slíkum lögum. Annaðhvort þarf að skýra þessi lög betur og framfylgja þeim eða hreinlega afnema þau....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Sundabraut - Tilboð Faxaflóahafna
Ég átta mig ekki alveg á því hvað felst í þessari samþykkt stjórnar Faxaflóahafnar. Stofnun sem sérhæfir sig í rekstri hafna býðst til þess að sjá um vegaframkvæmdir! Í fréttinni er tekið fram að ríkið eigi að borga brúsan en Faxaflóahafnir séu tilbúnar til að sjá um framkvæmdina. Væntanlega felst þá aðkoma þeirra eingöngu í því að verkstýra verkinu, sjá um útboð o.sfrv. Ég hélt að næg sérþekking væri hjá ríkinu til þess.
Sennilega er ég að missa af einhverju eða eitthvað hefur ekki komið fram í fréttinni. Er ofangreindur skilningur minn réttur eða ætla Faxaflóahafnir að leggja eitthvað meira í púkkið en að sjá um að ráðstafa fé ríkisins, sjá um útboð o.sfrv? Ef svo er þá vinsamlegast kommentið hér fyrir neðan....
Faxaflóahafnir vilja koma að framkvæmdum við Sundabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Margrét og Ómar munu bjóða fram!
Í gær setti ég af stað könnun hér á síðunni þar sem spurt var um hvort lesendur teldu það vera orðið of seint fyrir Ómar og Margréti að koma fram með framboð sitt. Eins og staðan er núna telja 75,7% lesenda að það sé orðið of seint fyrir þau að koma fram. Ég lýsti í því yfir í pistli í gær að ef framboðið kæmi ekki fram í þessari viku væri orðið á brattan að sækja fyrir þau enda um sjö vikur til kosninga.
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag tekur Ómar af allan vafa um að af framboðinu verður. Þar segir segir:
"Framboð Ómars Ragnarssonar fréttamanns og Margrétar Sverrisdóttur borgarfulltrúa hefur tryggt nægilega margar undirskriftir til að bjóða fram lista í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ómar vildi í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki staðfesta að flokkurinn færi fram undir nafninu Íslandsflokkurinn. Hann sagði önnur nöfn, eins og Íslandshreyfingin, einnig koma til greina.
Aðspurður sagði Ómar það ekki öruggt að hann og Margrét myndu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. "Það er ekki búið að ráðstafa neinu slíku. Við förum fram þar sem okkar verður helst þörf." Ómar segir ekki langt þangað til framboðið kynnir áform sín en það taki tíma að setja saman flokk með margmála stefnuskrá"
Samkvæmt þessum orðum Ómars er því ljóst að það verður af hægri-grænu framboði í vor. Ég er samt ennþá á þeirri skoðun að ef það kemur ekki fram formlega í þessari viku verði á brattan að sækja. Það eru ekki nema rúmar sjö vikur í kosningar og erfitt er að koma inn með afgerandi hætti á skemmri tíma en það....
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Mikil samgöngubót fyrir Vestfirði
Samkvæmt frétt á visi.is mun vegalengdin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttast um fjörtíu kílómetra með nýum vegi um Tröllatunguheiði. Í fréttinni segir m.a.:
"Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fjörutíu kílómetra með nýjum vegi um Tröllatunguheiði, sem lagður verður á næstu tveimur árum. Tilboð í vegagerðina voru opnuð í gær og var lægsta boð upp á 660 milljónir króna.....
.......Ljóst er að áhrif þessarar vegagerðar verða víðtækari en margir gæti ætlað við fyrstu sýn. Við opnun vegarins má gera ráð fyrir að sú Vestfjarðaumferð sem nú fer um Holtavörðuheiði og Strandir muni færast að mestu yfir á nýja veginn, enda er þessi leið um 40 kílómetrum styttri.
Hólmavík yrði eftir sem áður í vegarsambandi við Ísafjarðarumferðina en í stað þess að hún fari um Hrútafjörð mun hún fara um Bröttubrekku, Búðardal og Gilsfjörð. Þannig mun nýi vegurinn ekki aðeins efla samskipti milli Hólmavíkur og Reykhólasveitar heldur sennilega skapa Dalamönnum fleiri störf við að þjónusta þá auknu bílaumferð, sem fara mun í gegn hjá þeim."
Sjá hér
40 kílómetra stytting er dágóð stytting og ætti þessi framkvæmd að vera góð búbót fyrir fólk á Vestfjörðum. Þjóðleiðin til Ísafjarðar hefur vægast sagt verið hrikalega torfærin og löngu kominn tími á að bæta hana. Ef vilji er til þess að halda úti byggð á Vestfjörðum er nauðsynlegt að samgöngur til og frá svæðinu, og eins innan þess, séu góðar.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir