Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Risastökk Framsóknar
Jæja, það hlaut að koma að því! Framsóknarflokkurinn er ótrúlega lífseigur flokkur og hefur sýnt það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að endaspretturinn er mjög oft hans. Enginn trúði því t.d. í síðustu borgarstjórnarkosningum að Björn Ingi kæmist inn en með ótrúlegri seiglu og baráttu náði framsókn manni inn og hefur nú helming valda í borginni. Sama virðist vera að gerast í landsmálunum, það stefnir í að Framsókn nái þeim 15-17% sem Guðni Ágústsson taldi nauðsynleg til þess að sitja áfram í tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ef fram fer sem horfir erum við því að fara upplifa fjögur ár í viðbót af Sjálfstæðis- og Framsóknarstjórn og verða þá árin orðin 16 í lok kjörtímabilsins sem sömu flokkarnir ráða yfir landsmálunum. Þessir tveir flokkar eru einnig í meirihluta í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Kópavogi og Reykjavík.
Annað sem er markvert í þessari nýjustu könnun er að Samfylkingin dalar aftur eftir mjög mikið flug að undanförnu en er þó með nokkuð gott fylgi eða um 25%. Sjálfstæðisflokkur og VG virðast stöðugt vera að tapa fylgi að undanförnu og fróðlegt verður að sjá hvort sú þróun haldist áfram fra á laugardag. Enn eru engin merki um það að Íslandshreyfingin nái inn manni en Frjálslyndir eru á ágætis róli og ættu að ná nokkrum inn.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Framsókn haldi áfram að sækja í sig veðrið og hvort Sjálfstæðisflokkur og VG haldi áfram að tapa fylgi fram að helgi.......
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Listaháskólinn í Vatnsmýrina
Nú þekki ég ekki hvort að lóðarúthlutun borgarstjóra sé á skjön við eitthvað samkomulag sem fyrir er um nýtingu umræddrar lóðar en ég fagna þessari niðurstöðu. Komið hefur fram að þessi úthlutun sé með samþykki H.Í. og hlýtur það að skipta megin máli. Ég held líka að þessi staðsetning skólans sé mjög góð fyrir alla. Ég hef áður skrifað um það að Listaháskólinn ætti að fara á Háskólasvæðið og sameina ætti hann Háskóla Íslands. Samkvæmt nýrri stefnu er gert ráð fyrir að deildir H.Í. verði gerðar að skólum sem allir heyra undir H.Í. Slíkt tíðkast erlendis og gefur deildunum/skólunum ákveðið frelsi og sjálfstæði sem er víða talið æskilegt. Listaháskólinn ætti að vera einn af þeim skólum sem þannig heyrðu undir HÍ. Með því næðist t.d. hagræðing í rekstrarkostnaði og einnig í starfsmannafjölda. Slík nálægð ætti einnig að auka möguleika á þverfaglegri samvinnu, t.d. mætti hugsa sér að nemendur í viðskiptafræði og í listnámi störfuðu saman að því að markaðssetja listsköpun þeirra sem eru í Listaháskólanum.
Það á að vanda vel til byggingar Listaháskólans. Mjög mikilvægt er að við hönnun skólans verði þeir með í ráðum sem munu starfa og nema í honum. T.d. ættu nemendafélag LHÍ og starfsmenn skólans að vera virkir þátttakendur í allri ákvarðanatöku við hönnun skólans. Við ættum einnig að nýta tækifærið núna og sameina allt listnám þarna á einum stað. Ég sé leiklistarskólann þarna inni, söngnám, ýmist tónlistarnám, og allt það nám sem nú þegar er í núverandi húsi. Einnig er mikilvægt að í skólanum sé tónleikasalur og sýningarsalur fyrir myndlist og aðra listsköpun.
Með tilkomu Listaháskólans á háskólasvæðið verður háskólasamfélagið mun ríkara og skemmtilegra. Nemendur Listaháskólans munu setja skemmtilegan svip á háskólasamfélagið með öllum sínum krafti og sköpunarmætti..........
Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Glæný kosningaspá úr Glerhúsinu
Mæli eindregið með lestri nýjustu kosningaspár "Glerhússins":
http://hreinsi.blog.is/blog/glerhusid/entry/203323/
Hreinsi rökstyður spá sína um fylgi einstakra flokka með skemmtilegum hætti og ætti ekkert áhugafólk um stjórnmál að láta þennan pistil framhjá sér fara. Tær snilld.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Hvaða flokk á ég að kjósa?
Ég vil mæla með pólitíska prófinu sem nemendur í Háskólanum á Bifröst hafa sett upp. Það má nálgast hér:
http://xhvad.bifrost.is/
Auðvitað ber ekki að taka slík próf of alvarlega en mér sýnist sem vandað hafi verið til þessa prófs og það er alls ekki svo galið. Að minnsta kosti passaði niðurstaða prófsins ansi vel við undirritaðan. Hef einnig séð niðurstöður nokkurra vina minna og gat ekki betur séð en þær pössuðu allar nokkuð vel við þann sem við átti hverju sinni.
Skemmtileg viðbót í kosningaumræðuna.....
Föstudagur, 27. apríl 2007
Svíar taka Monu Sahlin vel
Mona Sahlin, sem var hér á fundi Samfylkingarinnar um daginn, virðist vera að ná ætlunarverki sínu þ.e. að ná jafnaðarmönnum í Svíþjóð upp úr þeirri lægð sem þeir hafa verið í að undanförnu. Í nýrri könnun mælist fylgi Jafnaðarmanna í Svíþjóð um 46,3% og hefur það ekki verið meira í 12 ár. Þau ykkar sem hlustuðu á hana og stöllu hennar í Jafnaðarmannaflokkinum í Danmörku í Silfri Egils hér um daginn sáuð vel hversu frambærilegir stjórnmálamenn eru þar á ferð. Það er skemmtileg tilviljun að á sama tíma eru þrjár konur formenn Jafnaðarmanna á Norðurlöndum, Ingibjörg Sólrún á Íslandi, Mona Sahlin í Svíþjóð og Helle Thorning-Schmidt í Danmörku. Nú er að sjá hvort einhver þeirra nær að feta í fótspor Gro Harlem Brundtland og verða fyrst kvenna forsætisráðherra í heimalandi sínu.
Íslenska þjóðin steig mikilvægt skref í jafnréttisbarátunni þegar hún kaus Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Þannig fengu konur og ungar stúlkur frábæra fyrirmynd sem sýndi þeim að þjóðarleiðtogar þurfi ekki endilega að vera karlar. Nú gefst íslensku þjóðinni tækifæri til að stíga enn stærra skref og tryggja konu í stól valdamesta embættis landsins. Með miklu fylgi Samfylkingarinnar í komandi kosningum gæti það gerst að Ingibjörg Sólrún verði fyrst kvenna til að gegna þessu veigamikla embætti. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt skref það yrði í jafnréttisbaráttunni hér á landi......
Mikil fylgisaukning sænskra jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Ísland, land umhverfisvænnar orku?
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla íslands, hlaut á dögunum verðlaun í tengslum við Alheimsverðlaunin Global Energy International Prize fyrir rannsóknir sínar í orkumálum. Verðlaunin ku vera ein mesta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir.
Þorsteinn hlaut verðlaun þessi fyrir vetnisrannsóknir sínar og aðkomu að ýmum verkefnum tengdum þeim. Hann kom t.d. að verkefninu með strætó þar sem nokkrir vagnar knúnir áfram af vetni keyrðu um Reykjavík með farþega. Verkefni það var í samstarfi við stóra alþjóðlega bílaframleiðendur og orkufyrirtæki.
Það hefur verið tekið eftir því víða um heim hversu framsæknir við Íslendingar höfum verið í þessum málum á undanförnum árum. Þetta er eitt af því sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið sig vel í að undanförnu og það er eins og mig minnir að framsóknarmaðurinn Hjálmar Árnason hafi komið mikið að þessu starfi. Það er mín trú að það eigi að stórefla þessar rannsóknir hér á landi og fara út í ýmis tilraunaverkefni sem gætu leitt af sér þróun véla sem standast bensínvélunum vel á sporði.
Í desember á síðasta ári var ég staddur á skemmtiferðaskipi í karabíska hafinu. Þetta var sjö daga sigling og öll kvöld sátum við til borðs með sömu tveimur bandarísku fjölskyldunum. Við vorum mjög heppin með borðfélaga því fjölskyldurnar tvær voru stórskemmtilegar og var rætt um allt milli himins og jarðar. Að sjálfsögðu barst talið til Íslands og kom í ljós að annar fjölskyldufaðirinn vissi nokkuð mikið um land og þjóð. Hann sagði það við alla sem heyra vildu að á Íslandi væru allir strætisvagnar knúnir áfram af vetni, rafmagn fengi þjóðin úr umhverfisvænum vatnsvirkjunum og húsin væru hituð upp með heitu vatni. Sagði hann hinum við borðið að Íslendingar væru svo framarlega í þessum málum að þeir væru löngu búnir að framkvæma hluti sem þeir Bandaríkjamenn væru rétt að byrja að hugsa um. Því miður varð ég aðeins að leiðrétta borðfélaga minn og skemma aðeins fyrir honum söguna. Ég sagði honum eins og rétt var að einungis 3 strætóar væru knúnir áfram með vetni og það væri tilraunaverkefni sem bráðum lyki. Það dró aðeins úr ákafa hans þá en hann var samt áfram á því að framsýni okkar væri mikil í þessum málum og lýsti yfir áhuga sínum að koma til landsins þó ekki væri nema bara til að sjá öll þessu orkuverkefni.
Mikið lifandi ósköp hefði ég viljað geta sagt bandaríska borðfélaga mínum að allt væri þetta satt um strætóana. En rétt skal vera rétt. Ég held hins vegar að ef við Íslendingar tækjum forystu í heiminum í notkun umhverifsvænna eldneytis myndi það vekja heimsathygli og ímynd landsins yrði mjög góð í kjölfarið. Það mætti hugsa sér aukinn ferðamannastraum í kjölfarið því umhverifmeðvituðum ferðamönnum fer sífellt fjölgandi.
Gjaldfríar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og almenningsvagnar knúnir af vetni, rafmagni, metani eða öðrum minna mengandi eldsneytisgjöfum myndi án efa vekja heimsathygli. Tökum forystuna í þessum málum, fáum til liðs við okkur stór alþjóðleg fyrirtæki og stígum skrefið til fulls. Verum öðrum þjóðum fyrirmynd í umhverfisvænum almenningssamgöngum. Næg er þekkingin hér á landi og með menn eins og Þorstein Inga ætti okkur að vera kleift að ná langt í notkun umhverfisvænna eldsneytisgjafa......
Þorsteinn: Mun hugsanlega kaupa mér vetnisbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Lyf næst dýrust á Íslandi
Samkvæmt könnun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, eru lyf næst dýrust hér á landi af öllum Evrópulöndunum. Einungis í Sviss eru lyf dýrari. Almennt virðist allt vera dýrara hér en í öðrum Evrópulöndum nema orkukostnaður og vatnsneysla.
En hverju er um að kenna? Smæð markaðarins hefur eitthvað um dýrtíðina að segja og eins hár aðflutningskostnaður. Orsakirnar fyrir dýrtíðinni hér á landi er að finna í mörgum þáttum en stór þáttur er sú einangrunarstefna sem hér ríkir. Lagðir eru ofurtollar á matvæli og hér er rekin landbúnarðstefna sem er engum til góðs.
Hvað varðar hátt verð lyfja er í raun óskiljanlegt að þau þurfi að vera svona dýr. Við Íslendingar eigum stórt fyrirtæki á lyfjamarkaðnum, Actavis, og er stór hluti starfseminnar hér á landi. Einhversstaðar sá ég samanburð á verði lyfja frá því fyrirtæki í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Reyndust lyfin mun ódýrari í Danmörku en hér að mig minnir. Ég man ekki alveg hver svör fyrirtækisins voru þegar þetta bar á góma en gaman væri ef einhver glöggur/glögg sem man eftir þessu greini frá þessu nánar. Af hverju getur Actavis selt ódýrari lyf í Danmörku en á Íslandi?
Smellið hér til að sjá nánar tölurnar frá Eurostat.
Aðeins í Sviss eru lyf dýrari en á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Skotvopnaeign í Bandaríkjunum
Það hlýtur að koma að því að Bandaríkjamenn fari að endurskoða skotvopnalöggjöf sína í kjölfar þessa hryllilega atburðar. Lög um skotvopn í Bandaríkjunum eru mjög frjálslynd og tiltölulega auðvelt er fyrir allan almenning að útvega sér hverskyns skotvopn. Víðast annarsstaðar, t.d. á Norðurlöndunum, er erfitt að fá skotvopnaleyfi og held ég að Bandaríkjamenn hljóti að fara að líta til Norðurlandanna hvað varðar nýja löggjöf um skotvopnaeign. Það er t.d. tiltölulega auðvelt að verða sér úti um skammbyssur í Bandaríkjunum en þær er hægt að fela innan klæða og smygla inn á svæði sem vopnaburður er ekki leyfður.
Samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association/NRA, eru gríðarlega sterk hagsmunasamtök og hafa þau beitt sér fyrir rúmri skotvopnalöggjöf frá upphafi. Ef frambjóðendur hafa vogað sér að tala fyrir strangari skotvopnalöggjöf hafa samtökin beitt sér af krafti gegn viðkomandi frambjóðanda. Máttur þeirra er mikill og hefur þeim oft tekist að eyðileggja stjórnmálaferil margra mætra manna og kvenna sem hafa vogað sér að ljá máls á strangari löggjöf. Nú hlýtur almenningur í Bandaríkjunum hins vegar að rísa upp gegn þessum hörðu hagsmunasamtökum og öðrum talsmönnum rúmrar skotvopnalöggjafar og krefjast breytinga. Það er kominn tími á að herða skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum. Það verður ekki auðvelt að koma slíkri löggjöf í gegn en ástandið hlýtur að kalla á harðari löggjöf.
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Nokkur græn skref í Reykjavík
Ég fagna þeim grænu skrefum sem meirihlutinn í Reykjavík hyggst nú taka á næstunni. Sérstaklega fagna ég því að til standi að gefa námsmönnum frítt í strætó en hefði þó kosið að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu stigið það skref til fulls í sameiningu og komið á gjaldfríum almenningssamgöngum fyrir alla að fordæmi Keflavíkur og Akureyrar. En þetta fyrsta skref er ágætt upphafsskref í þá átt og verður forvitnilegt að fylgjast með því í haust hvort að námsmenn nýti sér þessa miklu kjarabót og leggji bílum sínum eða selji.
Í aðgerðaráætluninni er einnig talað um ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, tvöföldun göngustígar frá Ægissíðu og upp í Elliðárdal, sérstaka sorptunnu fyrir dagblöð, vistvæn ökutæki fyrir borgarstarfsmenn o.fl.. Allt eru þetta atriði sem mér líst stórvel á og ástæða til að taka slíku átaki fagnandi. Það má þó alltaf gera betur og hefði ég t.d. vilja sjá heildarátak í umbótum á göngu- og hjólreiðastígum í borginni. En þetta eru s.s. góð upphafsskref og vonandi fáum við að sjá meira af þessu hjá núverandi meirihluta í borginni......
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. mars 2007
"Óvenju hagstætt lán!" - 16,55%
Um daginn setti ég hér inn auglýsingu frá S-24 þar sem auglýst var "hagstætt" lán og talið upp að hægt væri að nota það til að kaupa hitt og þetta s.s. húsbúnað ýmiskonar. Ég velti þá upp þeirri spurningu hvort að einhversstaðar í heiminum þætti svona auglýsing eitthvað annað en brandari eða móðgun við neytendur. Áfram heldur S-24 að auglýsa þessi "kostakjör" og í Fréttablaðinu í dag birtist eftirfarandi auglýsing:
Væri ekki nær að neytandinn sem sést neðst í auglýsingunni væri með reiðisvip? Varla eru neytendur á Íslandi ánægðir með að greiða 16,55% vexti? Er ástandið virkilega það slæmt að fólk kippi sér ekki upp við svona auglýsingu?
Sérstaka athygli mína vekur eftirfarandi texti í auglýsingunni:
"Tilboðslánið hentar vel til að greiða niður óhagstæðar skuldir, eða láta draumana rætast, hvort sem það er eldhúsinnrétting, uppþvottavél, framkvæmdir heimafyrir eða eitthvað annað...... þitt er valið....."
Það að fá lán á 16,55% "kostakjörum" á sem sagt að vera sérstakur hvati til að fara út í ýmiskonar fjárfestingar fyrir heimilið.
Halda viðkomandi að neytendur séu fífl? Eða er almenningur kannski orðinn svo vanur þessu vaxtaokri að hann bara stekkur á þessi kostakjör og fer að spandera hægri vinstri?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- godsamskipti
- agbjarn
- agustolafur
- arnih
- arnith
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- kaffi
- bjarnihardar
- gattin
- bryndisisfold
- davidlogi
- dofri
- dst
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ea
- feministi
- freedomfries
- gummisteingrims
- gun
- gunnlaugur
- haukurn
- hlynurh
- maple123
- tulugaq
- hrannarb
- hreinsi
- ivarb
- jonthorolafsson
- jonornm
- julli
- kristjanb
- kristjanmoller
- maggib
- graskerid
- maron
- nykratar
- oddgeirottesen
- palmig
- runarhi
- salvor
- sigmarg
- safi
- einherji
- soley
- stebbifr
- kosningar
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- tommi
- vefritid
- tharfagreinir