Ókeypis í strætó!

alliristraetoÍ færslum hér á blogginu hef ég fjallað nokkrum sinnum um gjaldfríar almenningssamgöngur og þann árangur sem þær hafa skilað á Akureyri og í Hasselt í Belgíu.  Ég hef einnig vitnað í Gísla Martein Baldursson, formann samgöngunefndar Reykjavíkurborgar, sem sagði í viðtali við fréttastofu útvarps þann 18. janúar síðastliðinn að "..rannsóknir sýna að upphæð fargjalda dragi ekki úr fjölda farþega, frekar þjónustan....".  Sjá hér.  Enn á ný kalla ég eftir þessum rannsóknarniðurstöðum sem Gísli Marteinn vitnar til.  Ég hef aldrei heyrt um slíkar niðurstöður og gaman væri ef Gísli myndi vitna í þær svo hægt verði að sannreyna að þær séu raunverulega til. 

Akureyri og Hasselt eru ekki einu sveitarfélögin sem farið hafa þessa leið (gjaldfríar almenningssamgöngur) með góðum árangri.  Fyrir nokkrum árum ákvað Reykjanesbær að taka ekki lengur gjald í strætisvagna bæjarins.   Árangurinn lét ekki á sér standa og hefur orðið tvöföldun á farþegafjölda strætó þar í bæ síðan þetta var ákveðið.  Lesa má um framkvæmdina á heimasíðu Reykjanesbæjar hér og hér.  Í frétt á vef bæjarins stendur m.a. efirfarandi:

"....Áfram verður frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri og er það sérstaklega ánægjulegt að fleiri sveitarfélög fylgja fordæmi Reykjanesbæjar að bjóða upp á fríar strætósamgöngur. Í báðum tilvikum hefur nýting tvöfaldast eftir þessar breytingar."
 
Og:

"Fullorðið fólk er einnig að vakna til vitundar um kosti strætókerfisins og það er að aukast að fólk noti vagnana til og frá vinnu og dæmi vitum við um að fólk hafi losað sig við bíl nr. 2 sem nánast eingöngu var notaður til að komast til og frá vinnu..."

Einnig:

"....Það gefur auga leið að umferð einkabíla hefur dregið saman, því hér eins og annars staðar er algengt að börnum sé ekið til skóla, íþróttir eða í afþreyingu.  Aukinn notkun strætisvagna skapar minni streitu fyrir foreldra og streituminni umferð í bænum, með líkum á færri umferðaróhöppum.  Fyrir margar fjölskyldur var kostnaður vegna strætóferða umtalsverður þegar á heilt ár var litið og því mikið hagræði af því að njóta ókeypis þjónustu...."

Spennandi verður að fylgjast áfram með þróun mála á Akureyri og í Reykjanesbæ.  Þar eru menn framsýnir í þessum málum.   Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa hins vegar enga trú á því að markaðslögmálin gildi í þessum málaflokki eins og tilvitnunin í Gísla Martein hér að ofan er til merkis um.  Hér keyra vagnarnir vannýttir (hálf tómir) um borgina á meðan stórhugur ríkir í gerð umferðarslaufa og mislægra gatnamóta.  Þvert á móti er stefnan í Reykjavík sú að hækka gjaldið í strætó (sbr hækkun nýverið sem var langt umfram verðlag) og fækka leiðum.

Ég er alls ekki einn af þeim sem boða það að allir eigi að fara í strætó og gera eigi einkabílnum eins erfitt fyrir og hægt er.  Ég tel að hagsmunir ökumanna einkabíla fari saman við hagsmuni þeirra sem kjósa aðra samgöngumöguleika.  Ef 50% aukning yrði í noktun strætó myndu ökumenn einkabíla geta komist betur leiðar sinnar.   Það á að reyna þennan möguleika, þ.e. að nýta strætisvagnana betur, áður en borgin verður öll sundurgrafin í sex akreina hraðbrautum og risavöxnum umferðarslaufum.  Það þarf þó að gera meira en að hafa strætó gjaldfrían.  Það þarf að markaðssetja almenningssamgöngur með öflugum hætti sem vistvænan valmöguleika, byggja betri og hlýrri strætóskýli, auka tíðni ferða á álagstímum, byggja upp net góðra stíga fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk og margt fleira til að hægt sé að koma í veg fyrir að Reykjavík þróist í átt að borgum eins og Houston í Texas (í smærri mynd þó).

Hér að neðan má nálgast mjög góða skýrslu borgaryfrvalda í Hasselt, en sú borg fór í heilmikið átak í þessum málum árið 1997.  Skýrsla þessi ætti að vera biblía sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í samgöngumálum:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

P.S. til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega gagnrýni frjálshyggjumanna á þessa grein þá geri ég mér fullkomnlega grein fyrir því að það er ekkert ókeypis hér í heimi.  Það yrðu að sjálfsögðu skattborgararnir sem borguðu brúsan.  Nota orðið ókeypis einungis af því að það er þjálla en t.d. gjaldfríar almenningssamgöngur o.sfrv.  

En málið er að það er heldur ekki ókeypis að byggja sex akreina vegi með tilheyrandi missi á landrými í borgarlandinu.  Það er ekki ókeypis að byggja mislæg gatnamót og umferðarslaufur um allar trissur.  

Almenningssamgöngur má líta á eins og veg.  Hvoru tveggja kostar og hvorutveggja er almenn sátt um að sé borgað úr sameiginlegum sjóðum.  Bara spurning um að nýta almenningssamgöngurnar betur með þessari aðgerð. Hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmara að strætóarnir séu full nýttir í stað þess að keyra þá hálf tóma alla daga ársins.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sælt veri INgólfsfjall (er annars ekkert gefið upp hvað þú heitir réttu nafni?)

Ég ætla mér að þrýsta á það að boragaryfirvöld fari sömu leið og þau á Akureyri, Reykjanesbæ og Hasselt.  Mun senda þeim sem sitja í Umhverfisnefnd borgarinnar og Samgöngunefnd póst með áksorun um þetta ásamt stefnu Hasselt sem fylgiskjal.   Vonandi opnar það augu þessa fólks fyrir þessum möguleika en ég er ekkert endilega bjartsýnn á það.  Ég sendi Árna Þór þetta á sínum tíma (þegar R-listinn var við völd) og svo Birni Inga núna nýlega en sé ekki að það hafi skilað neinum árangri.  En dropinn holar steininn... 

Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigfús Þ. Sigmundsson
Sigfús Þ. Sigmundsson
Stjórnmálafræðingur frá H.Í. og er á lokasprettinum í MPA námi í sama skóla.

Spurt er

Á Ísland að hefja aðildarviðræður við ESB?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband